Mikil uppbygging í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2020 12:30 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar er mjög ánægð og stolt yfir þeirri miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús - Aðsend Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira