Mikil uppbygging í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2020 12:30 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar er mjög ánægð og stolt yfir þeirri miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús - Aðsend Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira