Enski boltinn

Bikarleikir helgarinnar á Englandi hefjast mínútu seinna en venjulega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City varð bikarmeistari á síðasta tímabili.
Manchester City varð bikarmeistari á síðasta tímabili. vísir/getty

Allir leikirnir í 3. umferð ensku bikarkeppninnar um helgina hefjast mínútu seinna en venjulega.

Um er að ræða samstarf enska knattspyrnusambandsins og samtakanna Heads Together til að opna umræðuna um andlega heilsu.

Töfin á leikjunum er ætluð til að fá stuðningsmenn liðanna til að taka sér mínútu í að hugsa um andlega heilsu sína og sinna.

Myndband þar sem margir frægir fótboltamenn koma fram og Vilhjálmur Bretaprins raddsetur verður sýnt fyrir alla leikina í 3. umferð bikarkeppninnar. Það má sjá hér fyrir neðan.



Þrettán leikir í 3. umferð bikarkeppninnar verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 um helgina. Má þar m.a. nefna stórleik Liverpool og Everton sem hefst klukkan 16:01 á sunnudaginn.

Lista yfir beinar útsendingar helgarinnar má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×