Ráðleggur fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 12:30 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira