Erlent

Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Páll Þórðarson hefur búið í Sydney, höfuðborg Nýja-Suður Wales, í um tvo áratugi. Hann segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 

Neyðarástandið tekur gildi í Nýja-Suður Wales í kvöld og varir í sjö daga. Þannig fá yfirvöld heimild til þess að þvinga fólk til þess að rýma ákveðin svæði, loka vegum og í raun flest það sem yfirvöld telja nauðsynlegt til að tryggja öryggi borgara.

Páll segir að búist sé við álíka vondu veðri á næstu dögum, það er að segja miklum hita og áframhaldandi þurrkum. Unnið sé að því að koma sem flestum í burtu af þeim svæðum sem hamfarirnar hafa bitnað verst á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×