Erlent

Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýju Suður-Wales í Sydney á dögunum.
Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýju Suður-Wales í Sydney á dögunum. Vísir/EPA

Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig íbúar hellar úr skálum reiði sinnar yfir Morrisson sem ýmist sögðu honum að skammast sín eða spurðu hann út í viðbrögð stjórnvalda við eldunum sem valdið hafa gífurlegri eyðileggingu.

„Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ má heyra eina konu segja. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn.

„Þú færð engin atkvæði hér,“ heyrist einn íbúi segja.

Morrison, sem meðal annars hefur verið gagnrýndur fyrir að taka sér frí á meðan eldarnir hafa geisað, var drifinn í burtu af staðnum en í viðtalið við ABC sagðist hann skilja tilfininngar íbúa.

„Þeir hafa tapað öllu og þeir sýna miklar tilfinningar, og ég skil þær tilfinningar,“ sagði Morrison í viðtali eftir heimsóknina.


Tengdar fréttir

„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×