„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Slökkviliðsmaður berst við eld í Nýja Suður-Wales í vikunni. Vísir/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09