Fyrrverandi kærasti Bobbi Kristina Brown er látinn Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 08:06 Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon árið 2012. Getty Nick Gordon, fyrrverandi kærasti Bobbi Kristina Brown, dóttur söngkonunnar Whitney Houston, er látinn. Hann lést í gær, þrítugur að aldri. Bobbi Kristina Brown lést árið 2015, þá 22 ára gömul. Hún hafði fundist meðvitundarlaus í baðkari og lést í júlí 2015 eftir að hafa verið í dái í um hálft ár. Whitney Houston hafði einnig fundist meðvitundarlaus í baðkari þremur árum fyrr, eða árið 2012, og úrskurðuðu læknar hana látna á staðnum. Hún varð 48 ára gömul. Lögmaður Gordon hefur nú staðfest að skjólstæðingur sinn sé látinn, en vill þó ekki gefa neitt upp um dánarorsök. Daily Mail fullyrðir hins vegar að hann hafi látist af neyslu of stórs skammts eiturlyfja. Skömmu eftir andlát Bobbi Kristinu Brown var kærasti hennar, Nick Gordon, sakaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. Áður hafði hann verið sakaður um að hafa beitt hana ofbeldi. Fjölskylda Brown hélt því fram að Gordon hafi gefið henni „eitraðan kokteil“ og haldið höfði hennar undir vatni í baðkarinu sem varð að lokum til þess að hún lést. Gordon var hins vegar ekki ákærður vegna dauða Brown, en í réttarskýrslum sagði að dánarorsök Brown hafi verið blanda af drukknun og fíkniefnum. Ómögulegt hafi verið að segja til með vissu hvað hafi dregið hana til dauða, en í líkama hennar fundust leifar af áfengi, kókaíni, morfíni og fleiri lyfja. Gordon var hins vegar síðar dæmdur í einkamáli til greiðslu 36 milljóna Bandaríkjadala skaðabóta til dánarbús Brown. Whitney Houston tók Gordon, sem var munaðarlaus, inn á heimili sitt þegar hann var tólf ára gamall og ól hann upp ásamt Bobbi Kristina. Houston ættleiddi hins vegar aldrei Gordon eða minntist á hann í erfðaskrá. Eftir að Houston lést opinberuðu Bobbi Kristina Brown og Gordon ástarsamband sitt. Andlát Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kærasti Bobbi Kristinu sakaður um að hafa gefið henni eitraðan kokteil Nick Gordon er sakaður um að hafa ráðist á hana og síðar gefið henni "eitraðan kokteil“ og dýft höfði hennar ofan í vatn þar til hún missti meðvitund. 8. ágúst 2015 11:24 Var undir áhrifum fíkniefna og áfengis Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar í fyrra og lést á sjúkrahúsi í júlí. 4. mars 2016 12:42 Dóttir Houston byrjuð með uppeldisbróður sínum Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn, Nick Gordon. Gordon er 22 ára gamall og hefur búið með Houston fjölskyldunni frá 12 ára aldri. 16. mars 2012 21:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Nick Gordon, fyrrverandi kærasti Bobbi Kristina Brown, dóttur söngkonunnar Whitney Houston, er látinn. Hann lést í gær, þrítugur að aldri. Bobbi Kristina Brown lést árið 2015, þá 22 ára gömul. Hún hafði fundist meðvitundarlaus í baðkari og lést í júlí 2015 eftir að hafa verið í dái í um hálft ár. Whitney Houston hafði einnig fundist meðvitundarlaus í baðkari þremur árum fyrr, eða árið 2012, og úrskurðuðu læknar hana látna á staðnum. Hún varð 48 ára gömul. Lögmaður Gordon hefur nú staðfest að skjólstæðingur sinn sé látinn, en vill þó ekki gefa neitt upp um dánarorsök. Daily Mail fullyrðir hins vegar að hann hafi látist af neyslu of stórs skammts eiturlyfja. Skömmu eftir andlát Bobbi Kristinu Brown var kærasti hennar, Nick Gordon, sakaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. Áður hafði hann verið sakaður um að hafa beitt hana ofbeldi. Fjölskylda Brown hélt því fram að Gordon hafi gefið henni „eitraðan kokteil“ og haldið höfði hennar undir vatni í baðkarinu sem varð að lokum til þess að hún lést. Gordon var hins vegar ekki ákærður vegna dauða Brown, en í réttarskýrslum sagði að dánarorsök Brown hafi verið blanda af drukknun og fíkniefnum. Ómögulegt hafi verið að segja til með vissu hvað hafi dregið hana til dauða, en í líkama hennar fundust leifar af áfengi, kókaíni, morfíni og fleiri lyfja. Gordon var hins vegar síðar dæmdur í einkamáli til greiðslu 36 milljóna Bandaríkjadala skaðabóta til dánarbús Brown. Whitney Houston tók Gordon, sem var munaðarlaus, inn á heimili sitt þegar hann var tólf ára gamall og ól hann upp ásamt Bobbi Kristina. Houston ættleiddi hins vegar aldrei Gordon eða minntist á hann í erfðaskrá. Eftir að Houston lést opinberuðu Bobbi Kristina Brown og Gordon ástarsamband sitt.
Andlát Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kærasti Bobbi Kristinu sakaður um að hafa gefið henni eitraðan kokteil Nick Gordon er sakaður um að hafa ráðist á hana og síðar gefið henni "eitraðan kokteil“ og dýft höfði hennar ofan í vatn þar til hún missti meðvitund. 8. ágúst 2015 11:24 Var undir áhrifum fíkniefna og áfengis Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar í fyrra og lést á sjúkrahúsi í júlí. 4. mars 2016 12:42 Dóttir Houston byrjuð með uppeldisbróður sínum Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn, Nick Gordon. Gordon er 22 ára gamall og hefur búið með Houston fjölskyldunni frá 12 ára aldri. 16. mars 2012 21:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Kærasti Bobbi Kristinu sakaður um að hafa gefið henni eitraðan kokteil Nick Gordon er sakaður um að hafa ráðist á hana og síðar gefið henni "eitraðan kokteil“ og dýft höfði hennar ofan í vatn þar til hún missti meðvitund. 8. ágúst 2015 11:24
Var undir áhrifum fíkniefna og áfengis Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar í fyrra og lést á sjúkrahúsi í júlí. 4. mars 2016 12:42
Dóttir Houston byrjuð með uppeldisbróður sínum Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn, Nick Gordon. Gordon er 22 ára gamall og hefur búið með Houston fjölskyldunni frá 12 ára aldri. 16. mars 2012 21:00