Erlent

Hefur lýst yfir neyðar­á­standi í Nýja Suður-Wa­les

Atli Ísleifsson skrifar
Átján hafa látið lífið í eldunum síðan í september.
Átján hafa látið lífið í eldunum síðan í september. Getty

Gladys Berejiklian, ríkisstjórinn í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í ríkinu, en skógar- og kjarreldar brenna enn víða á svæðinu.

Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðs vegar um Ástralíu síðustu mánuði.

Átján hafa látið lífið í eldunum síðan í september og rúmlega 1.200 heimili hafa brunnið til grunna. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.

Neyðarástandið hefst klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi.

Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×