„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Andri Eysteinsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 18:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira