Fyrsti báturinn kominn á land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2020 20:37 Unnið er á fullu. Mynd/Aðsend Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira