Fyrsti báturinn kominn á land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2020 20:37 Unnið er á fullu. Mynd/Aðsend Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira