Fyrsti báturinn kominn á land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2020 20:37 Unnið er á fullu. Mynd/Aðsend Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira