Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 17:33 Mynd frá vettvangi slyssins. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar.
Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25