Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2020 13:39 Drekkhlaðin loðnuskip koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug. Mynd/Óskar. Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15