Íslenski boltinn

Bikar­meistararnir krækja í Ingvar Jóns­son og Atla Barkar­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli og Ingvar eftir undirskriftina.
Atli og Ingvar eftir undirskriftina. vísir/sigurjón

Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar.

Samningurinn við þá er til þriggja ára.







Ingvar Jónsson er þrítugur markvörður sem hefur leikið í Noregi og Danmörku síðan hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014.

Hann hefur verið á mála hjá Start, Sandens Ulf og Sandefjord í Noregi en flutti sig svo yfir til Danmerkur sumarið 2018.

Þar spilaði hann með Viborg í dönsku B-deildinni en samningur hans við félagið rann út um mánaðamótin. Hann á að baki átta A-landsleiki.

Þórður Ingason var í marki hjá bikarmeisturunum Víkings á síðustu leiktíð.

Atli er átján ára bakvörður sem hefur verið undanfarin ár í unglinga- og varaliðum Norwich. Nú síðast var hann í norsku C-deildinni hjá Fredrikstad.

Þar fékk hann ekki áframhaldandi samning en Atli er uppalinn á Húsavík. Hann á leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×