Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:53 Slysið varð við Háöldukvísl á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand. VÍSIR/LANDMÆLINGAR Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08