„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 17. janúar 2020 15:15 Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Egill „Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. Magnús var kominn upp í rúm og að reyna að sofna þegar hann heyrði umrætt hljóð fyrst. „Þetta kemur svona eins og tveir stórir hvellir og lygna inn á milli,“ segir Magnús. Hann segir eiginkonu sína hafa áttað sig strax á að um snjóflóð hafi verið að ræða. Um leið og hún sagði það skall höggbylgjan frá flóðinu á húsi þeirra. Meðlimir björgunarsveitarinnar voru kallaðir út vegna skaðans í höfninni og voru að gera sig klára og svo til gott sem tilbúnir þegar seinna snjóflóðið varð. Þá var Magnús sjálfur kominn á snjósleða þegar kona sem býr til móts við húsið sem varð fyrir snjóflóðinu hafði samband við þá. „Það er í mesta lagi mínúta frá því við fáum meldingu um það og erum farnir upp eftir. Komnir á svæðið,“ segir Magnús. Hann sagðist stressaður þegar hann sá ástandið á höfninni en það hafi gleymst um leið og seinna kallið kom. „Þetta eru dauðir hlutir og það var allur okkar forgangur settur upp eftir.“ Garðurinn sannaði sig Aðspurður um umræðuna um varnargarðinn og það hvort þau hafi búið við falskt öryggi segist Magnús telja það eðlilega hugsun, til að byrja með. „En eins og ég reyni að hugsa þetta. Á sama tíma og hann klikkaði, þá sannaði hann sig all svakalega líka. Við værum ekkert að tala hérna saman í dag ef hann hefði klikkað allsvakalega hinu megin.“ Magnús var á Flateyri þegar snjóflóðið lenti á Flateyri 1995 en þá var hann sex ára gamall. Eina minning hans frá því var að vakna við hljóðið. Hann segir sömu upplifun núna staðfesta að hann hafi ekki búið þessa minningu til. Þá segist Magnús finna fyrir miklum samhug hjá þjóðinni. Fólk víða að hafi boðið fram aðstoð sína. Magnús segist hafa loks náð góðum svefni síðustu nótt en hann hafi verið orðið verulega þreyttur. Honum hafi fundist hann þurfa að vera á staðnum en sérhæfðir menn að sunnan sem hafi komið til að aðstoða hafi í raun skipað honum að fara að sofa. Enn sem komið er segist Magnús ekki vera farinn að hugsa um framtíðinni og telur að það gerist þegar hversdagsleikinn skelli á aftur. „Ég veit að það er búið að semja við fyrirtæki um að hreinsa höfnina, sem vonandi gengur vel. Þegar maður horfir hér yfir veit maður ekki alveg. Þetta er gífurlegt verkefni en það sem við sjáum ekki er hellingur. Það eru allavega þrír gámar hérna á kafi,“ segir Magnús. Einn gámur er fullur af kajökum og annar af búnaði sjóstangveiðifyrirtækis. Um mikið tjón sé að ræða. „En eins og ég hef sagt í mörgum viðtölum. Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist. Það er það eina sem skiptir okkur máli.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. Magnús var kominn upp í rúm og að reyna að sofna þegar hann heyrði umrætt hljóð fyrst. „Þetta kemur svona eins og tveir stórir hvellir og lygna inn á milli,“ segir Magnús. Hann segir eiginkonu sína hafa áttað sig strax á að um snjóflóð hafi verið að ræða. Um leið og hún sagði það skall höggbylgjan frá flóðinu á húsi þeirra. Meðlimir björgunarsveitarinnar voru kallaðir út vegna skaðans í höfninni og voru að gera sig klára og svo til gott sem tilbúnir þegar seinna snjóflóðið varð. Þá var Magnús sjálfur kominn á snjósleða þegar kona sem býr til móts við húsið sem varð fyrir snjóflóðinu hafði samband við þá. „Það er í mesta lagi mínúta frá því við fáum meldingu um það og erum farnir upp eftir. Komnir á svæðið,“ segir Magnús. Hann sagðist stressaður þegar hann sá ástandið á höfninni en það hafi gleymst um leið og seinna kallið kom. „Þetta eru dauðir hlutir og það var allur okkar forgangur settur upp eftir.“ Garðurinn sannaði sig Aðspurður um umræðuna um varnargarðinn og það hvort þau hafi búið við falskt öryggi segist Magnús telja það eðlilega hugsun, til að byrja með. „En eins og ég reyni að hugsa þetta. Á sama tíma og hann klikkaði, þá sannaði hann sig all svakalega líka. Við værum ekkert að tala hérna saman í dag ef hann hefði klikkað allsvakalega hinu megin.“ Magnús var á Flateyri þegar snjóflóðið lenti á Flateyri 1995 en þá var hann sex ára gamall. Eina minning hans frá því var að vakna við hljóðið. Hann segir sömu upplifun núna staðfesta að hann hafi ekki búið þessa minningu til. Þá segist Magnús finna fyrir miklum samhug hjá þjóðinni. Fólk víða að hafi boðið fram aðstoð sína. Magnús segist hafa loks náð góðum svefni síðustu nótt en hann hafi verið orðið verulega þreyttur. Honum hafi fundist hann þurfa að vera á staðnum en sérhæfðir menn að sunnan sem hafi komið til að aðstoða hafi í raun skipað honum að fara að sofa. Enn sem komið er segist Magnús ekki vera farinn að hugsa um framtíðinni og telur að það gerist þegar hversdagsleikinn skelli á aftur. „Ég veit að það er búið að semja við fyrirtæki um að hreinsa höfnina, sem vonandi gengur vel. Þegar maður horfir hér yfir veit maður ekki alveg. Þetta er gífurlegt verkefni en það sem við sjáum ekki er hellingur. Það eru allavega þrír gámar hérna á kafi,“ segir Magnús. Einn gámur er fullur af kajökum og annar af búnaði sjóstangveiðifyrirtækis. Um mikið tjón sé að ræða. „En eins og ég hef sagt í mörgum viðtölum. Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist. Það er það eina sem skiptir okkur máli.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48