Rannsókn sögð beinast að fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 13:15 Comey hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta undanfarin ár. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka leka á trúnaðarupplýsingum sem gæti beinst að James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Donald Trump forseti hefur lengi haft ímugust á. Óvanalegt er sagt að byrjað sé að rannsaka upplýsingaleka svo löngu eftir að hann á sér stað. New York Times segir að um sé að ræða leka á upplýsingum um leyniþjónustuskjal sem varð tilefni að umdeildri meðferð Comey á lokum rannsóknar á tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra árið 2016. Nokkrir bandarískir fjölmiðlar sögðu fréttir sem byggðu meðal annars á skjalinu árið 2017. Alríkissaksóknarar í Washington-borg virðast nú rannsaka hvort að Comey hafi lekið upplýsingunum ólöglega til fréttamanna, að sögn New York Times. Tímasetning rannsóknar eru sögð vekja upp spurningar þar sem vanalega rannsaki saksóknarar og FBI leka á slíkum upplýsingum þegar þær birtast í fjölmiðlum, ekki nokkrum árum eftir á. Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Comey og sagt að hann ætti að dúsa í fangelsi fyrir leka. Sérstakur rannsakandi var settur yfir rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar í maí árið 2017. Þá hefur Trump ítrekað reynt að fá dómsmálaráðuneyti sitt til að rannsaka pólitískan andstæðinga sína, þar á meðal Comey og Clinton. Mögulega falsað skjal frá Rússum Skjalið sem um ræðir var upprunið frá rússneskum stjórnvöldum en hollenska leyniþjónustan komst yfir það og sendi FBI. Í því var það sem átti að vera greining rússnesku leyniþjónustunnar á tölvupósti þar sem Debbie Wasserman-Schultz, þáverandi formaður landsnefndar Demókrataflokksins, á að hafa fullyrt að Loretta Lynch, þáverandi dómsmálaráðherra, myndi tryggja að Clinton yrði ekki ákærð í tölvupóstmáli hennar. Wasserman-Schultz og viðtakandi póstsins hafa neitað því að samskiptin hafi átt sér stað og sakað rússnesk stjórnvöld um að falsa þau. Engu að síður lék skjalið lykilhlutverk í að Comey tók þá óvanalegu ákvörðun að láta dómsmálaráðuneytið ekki vita af fréttamannafundi þar sem hann tilkynnti að rannsókninni á tölvupóstum Clinton væri lokið og að FBI mælti ekki með ákæru. Hann hefur vísað til þess að hann hafi óttast að ef Lynch dómsmálaráðherra kæmi nærri þeirri ákvörðun myndu Rússar leka tölvupóstunum. Comey var gagnrýndur á sínum tíma fyrir hvernig hann fór hélt á málum í kringum rannsóknina á Clinton, ekki síst þegar hann tilkynnti Bandaríkjaþingi rétt fyrir kjördag árið 2016 að hún væri hafin aftur. Þá höfðu fundist fleiri tölvupóstar á tölvu fyrrverandi eiginmanns aðstoðarkonu Clinton. Ekkert nýtt kom út úr rannsókn FBI á póstunum en Clinton hefur haldið því fram að inngrip Comey hafi kostað hana sigur í kosningunum. Erfitt að rannsaka slík mál svo löngu seinna New York Times segir að saksóknarar rannsaki lekamál af þessu tagi yfirleitt ekki svo löngu eftir að þau eiga sér stað. Erfiðara sé að rannsaka þau þegar frá líður og þá er sagt snúnara að hafa uppi á heimildarmanni þegar fréttir birtast í fleiri en einum fjölmiðla og byggja á leynilegum upplýsingum. Í tilfelli skjalsins sem var lekið til bæði New York Times og Washington Post voru bæði þingmenn og embættismenn Hvíta hússins upplýstir um tilvist og efni þess. Hvorki Comey né dómsmálaráðuneytið tjáðu sig um rannsóknina við New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41 Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka leka á trúnaðarupplýsingum sem gæti beinst að James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Donald Trump forseti hefur lengi haft ímugust á. Óvanalegt er sagt að byrjað sé að rannsaka upplýsingaleka svo löngu eftir að hann á sér stað. New York Times segir að um sé að ræða leka á upplýsingum um leyniþjónustuskjal sem varð tilefni að umdeildri meðferð Comey á lokum rannsóknar á tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra árið 2016. Nokkrir bandarískir fjölmiðlar sögðu fréttir sem byggðu meðal annars á skjalinu árið 2017. Alríkissaksóknarar í Washington-borg virðast nú rannsaka hvort að Comey hafi lekið upplýsingunum ólöglega til fréttamanna, að sögn New York Times. Tímasetning rannsóknar eru sögð vekja upp spurningar þar sem vanalega rannsaki saksóknarar og FBI leka á slíkum upplýsingum þegar þær birtast í fjölmiðlum, ekki nokkrum árum eftir á. Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Comey og sagt að hann ætti að dúsa í fangelsi fyrir leka. Sérstakur rannsakandi var settur yfir rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar í maí árið 2017. Þá hefur Trump ítrekað reynt að fá dómsmálaráðuneyti sitt til að rannsaka pólitískan andstæðinga sína, þar á meðal Comey og Clinton. Mögulega falsað skjal frá Rússum Skjalið sem um ræðir var upprunið frá rússneskum stjórnvöldum en hollenska leyniþjónustan komst yfir það og sendi FBI. Í því var það sem átti að vera greining rússnesku leyniþjónustunnar á tölvupósti þar sem Debbie Wasserman-Schultz, þáverandi formaður landsnefndar Demókrataflokksins, á að hafa fullyrt að Loretta Lynch, þáverandi dómsmálaráðherra, myndi tryggja að Clinton yrði ekki ákærð í tölvupóstmáli hennar. Wasserman-Schultz og viðtakandi póstsins hafa neitað því að samskiptin hafi átt sér stað og sakað rússnesk stjórnvöld um að falsa þau. Engu að síður lék skjalið lykilhlutverk í að Comey tók þá óvanalegu ákvörðun að láta dómsmálaráðuneytið ekki vita af fréttamannafundi þar sem hann tilkynnti að rannsókninni á tölvupóstum Clinton væri lokið og að FBI mælti ekki með ákæru. Hann hefur vísað til þess að hann hafi óttast að ef Lynch dómsmálaráðherra kæmi nærri þeirri ákvörðun myndu Rússar leka tölvupóstunum. Comey var gagnrýndur á sínum tíma fyrir hvernig hann fór hélt á málum í kringum rannsóknina á Clinton, ekki síst þegar hann tilkynnti Bandaríkjaþingi rétt fyrir kjördag árið 2016 að hún væri hafin aftur. Þá höfðu fundist fleiri tölvupóstar á tölvu fyrrverandi eiginmanns aðstoðarkonu Clinton. Ekkert nýtt kom út úr rannsókn FBI á póstunum en Clinton hefur haldið því fram að inngrip Comey hafi kostað hana sigur í kosningunum. Erfitt að rannsaka slík mál svo löngu seinna New York Times segir að saksóknarar rannsaki lekamál af þessu tagi yfirleitt ekki svo löngu eftir að þau eiga sér stað. Erfiðara sé að rannsaka þau þegar frá líður og þá er sagt snúnara að hafa uppi á heimildarmanni þegar fréttir birtast í fleiri en einum fjölmiðla og byggja á leynilegum upplýsingum. Í tilfelli skjalsins sem var lekið til bæði New York Times og Washington Post voru bæði þingmenn og embættismenn Hvíta hússins upplýstir um tilvist og efni þess. Hvorki Comey né dómsmálaráðuneytið tjáðu sig um rannsóknina við New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41 Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41
Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00
Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03
Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30