Nítján ára gamall að fá tækifæri í aðalliði Man Utd og minnir stjórann á Gary Neville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:30 Brandon Williams er búinn að skapa sér nafn hjá Manchester United þar sem hann er alinn upp. Getty/ Alex Livesey Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira