„Ólýsanlegt“ að sjá herbergi stúlkunnar sem grófst undir snjóflóðinu Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. janúar 2020 21:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Flateyri í kvöld. Skjáskot/Stöð 2 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem ásamt öðrum ráðherrum hefur verið á snjóflóðasvæðinu á Vestfjörðum í dag, segir það hafa verið ólýsanlegt að sjá inn í herbergi fjórtán ára stúlku sem grófst undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri undir miðnætti á þriðjudagskvöld. Þá hafi það verið dýrmætt að ræða við fólkið á svæðinu en setja þurfi metnaðarfyllri markmið í uppbyggingu ofanflóðavarna en nú eru í gildi. Sjá einnig: Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum í fyrradag, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Flóðin tvö á Flateyri, sem féllu úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, eru meðal allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, samkvæmt mælingum snjóflóðasérfræðinga Veðurstofunnar. Flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu á Flateyri. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu á Flateyri í kvöld að það væri eitt að sjá myndir af atburðunum en annað að koma á staðinn. „Það er líka dýrmætt að koma og tala við fólkið sem býr á þessum stöðum. Maður er auðvitað að mæta fólki sem er í áfalli og samfélagi sem er í áfalli. Það eru eðlilegar spurningar sem koma upp varðandi öryggi og framtíðina en mér finnst líka vonarglæta í því að finna fyrir þeim anda hjá heimamönnum að þeir vilji byggja upp og endurreisa það atvinnulíf sem skaðaðist,“ sagði Bjarni. Bjarni ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðu Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, ræða hér við viðbragðsaðila á Flateyri í kvöld.Vísir/Jói K. Inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni á ofanflóðavarnir á svæðinu sagði Bjarni að endurskoða þurfi áætlanir um uppbyggingu. Varnirnar hafi verið byggðar hægar upp en til stóð. „Og það er alveg hægt að segja það eins og er, við höfum verið að byggja hægar upp en tekjustofninn sem sérstaklega var tryggður fyrir þessa uppbyggingu getur fjármagnað. Á þessum byggingarhraða þá erum við ekki að fara að gera það sem til stóð víða um landið nema á áratugum og við þurfum að setja okkur metnaðarfyllri markmið en það,“ sagði Bjarni. Þá kvað hann það hafa verið áfall að sjá aðstæður á Flateyri eftir snjóflóðið. „Sú saga sem helst hefur hreyft við manni úr fjölmiðlunum er með þessa stúlku sem bjargaðist og að koma og tala við björgunarmennina, heyra þeirra hlið af þessari upplifun og kíkja síðan inn í herbergið hennar… það var svakalegt. Og mér var bent á það að það má sjá merki um það í sjónum að hún fékk blóðnasir. Þarna var herbergið einfaldlega troðfullt af snjó. Þetta er ólýsanlegt að koma á svona stað.“ Hér að neðan má sjá mynd af Bjarna og björgunarsveitarmönnum inni í herbergi stúlkunnar, sem sá fyrrnefndi birti á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þakklæti er mér efst í huga eftir daginn á Flateyri og Suðureyri, til allra sem hafa unnið að björgun og veitt aðstoð. Áhrifamest var að sjá svefnherbergi Ölmu Sóleyjar sem bjargaðist úr flóðinu. Þar hitti ég Egil, Bernharð og Magnús sem allir tóku þátt í þessari afreksbjörgun. pic.twitter.com/UJW7fkHF4L— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) January 16, 2020 Viðtalið við Bjarna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Stúlkan sem lenti undir flóðinu heitir Alma Sóley Ericsdóttir Wolf og er fjórtán ára. Hún lýsti því í samtali við fréttastofu í dag að hún hafi verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og að fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar hafi hún verið föst í snjó, sem hafi verið eiginlega allt í kringum hana – og nánast eins og steypa. Viðtalið við Ölmu og Önnu Sigríði Sigurðardóttur, móður hennar, má horfa á í spilaranum hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. 16. janúar 2020 20:29 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem ásamt öðrum ráðherrum hefur verið á snjóflóðasvæðinu á Vestfjörðum í dag, segir það hafa verið ólýsanlegt að sjá inn í herbergi fjórtán ára stúlku sem grófst undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri undir miðnætti á þriðjudagskvöld. Þá hafi það verið dýrmætt að ræða við fólkið á svæðinu en setja þurfi metnaðarfyllri markmið í uppbyggingu ofanflóðavarna en nú eru í gildi. Sjá einnig: Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum í fyrradag, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Flóðin tvö á Flateyri, sem féllu úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, eru meðal allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, samkvæmt mælingum snjóflóðasérfræðinga Veðurstofunnar. Flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu á Flateyri. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu á Flateyri í kvöld að það væri eitt að sjá myndir af atburðunum en annað að koma á staðinn. „Það er líka dýrmætt að koma og tala við fólkið sem býr á þessum stöðum. Maður er auðvitað að mæta fólki sem er í áfalli og samfélagi sem er í áfalli. Það eru eðlilegar spurningar sem koma upp varðandi öryggi og framtíðina en mér finnst líka vonarglæta í því að finna fyrir þeim anda hjá heimamönnum að þeir vilji byggja upp og endurreisa það atvinnulíf sem skaðaðist,“ sagði Bjarni. Bjarni ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðu Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, ræða hér við viðbragðsaðila á Flateyri í kvöld.Vísir/Jói K. Inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni á ofanflóðavarnir á svæðinu sagði Bjarni að endurskoða þurfi áætlanir um uppbyggingu. Varnirnar hafi verið byggðar hægar upp en til stóð. „Og það er alveg hægt að segja það eins og er, við höfum verið að byggja hægar upp en tekjustofninn sem sérstaklega var tryggður fyrir þessa uppbyggingu getur fjármagnað. Á þessum byggingarhraða þá erum við ekki að fara að gera það sem til stóð víða um landið nema á áratugum og við þurfum að setja okkur metnaðarfyllri markmið en það,“ sagði Bjarni. Þá kvað hann það hafa verið áfall að sjá aðstæður á Flateyri eftir snjóflóðið. „Sú saga sem helst hefur hreyft við manni úr fjölmiðlunum er með þessa stúlku sem bjargaðist og að koma og tala við björgunarmennina, heyra þeirra hlið af þessari upplifun og kíkja síðan inn í herbergið hennar… það var svakalegt. Og mér var bent á það að það má sjá merki um það í sjónum að hún fékk blóðnasir. Þarna var herbergið einfaldlega troðfullt af snjó. Þetta er ólýsanlegt að koma á svona stað.“ Hér að neðan má sjá mynd af Bjarna og björgunarsveitarmönnum inni í herbergi stúlkunnar, sem sá fyrrnefndi birti á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þakklæti er mér efst í huga eftir daginn á Flateyri og Suðureyri, til allra sem hafa unnið að björgun og veitt aðstoð. Áhrifamest var að sjá svefnherbergi Ölmu Sóleyjar sem bjargaðist úr flóðinu. Þar hitti ég Egil, Bernharð og Magnús sem allir tóku þátt í þessari afreksbjörgun. pic.twitter.com/UJW7fkHF4L— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) January 16, 2020 Viðtalið við Bjarna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Stúlkan sem lenti undir flóðinu heitir Alma Sóley Ericsdóttir Wolf og er fjórtán ára. Hún lýsti því í samtali við fréttastofu í dag að hún hafi verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og að fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar hafi hún verið föst í snjó, sem hafi verið eiginlega allt í kringum hana – og nánast eins og steypa. Viðtalið við Ölmu og Önnu Sigríði Sigurðardóttur, móður hennar, má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. 16. janúar 2020 20:29 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30
Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37
Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. 16. janúar 2020 20:29