Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 12:37 Aðgerðarstjórn almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er staðsett á slökkvistöðinni á Ísafirði. Vísir/Egill Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira