Ökumaður sem var að aka inn í bílaþvottastöð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag ók á konu sem stóð þar á gólfinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að ökumaðurinn hafi sagst ætla að bremsa en ekki tekist þar sem bremsurnar virkuðu ekki eða vegna vætu á gólfinu.
„Sú sem ekið var á fann til eymsla og var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu við þetta óhapp. Meðal annars gekk veggur innan dyra til og hurð brotnaði. Lögregla boðaði Vinnueftirlit ríkisins á staðinn,“ segir í tilkynningunni.
