Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 23:30 Bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðnum. Vísir/AP Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. Í lögsókninni má finna ýmsar upplýsingar sem ekki hafa áður litið dagsins ljós en saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rannsakað hafa Epstein vegna ásakana um mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa í ágúst.Rannsóknin íBandaríkjunum hefur aðallega beinst að ásökunum sem ná allt til ársins 2005en í hinni nýju lögsókn er því haldið fram að Epstein hafi stundað mansal og kynferðisbrot á einkaeyjum hans á Jómfrúareyjum til ársins 2018.„Epstein notaði klárlega Jómfrúareyjar og heimilisfesti hans á Bandarísku Jómfrúareyjum á Little Saint James til þess að fela og útvíkka gjörðir hans þar,“ segir í lögsókninni. Ennfemur segir að Epstein og samstarfsmenn hans hafi flutt stúlkur undir lögaldri til Jómfrúareyja, haldið þeim föngnum og misnotað þær kynferðislega.Í frétt New York Times segir að Epstein sé sakaður um að hafa brotið gegn hundruð stúlkna allt niður í tólf ára gamlar. Þá hafi hann notað einhvers konar gagnagrunn til þess að halda úti yfirliti um stúlkurnar. Alls átti Epstein tvær eyjur á Jómfrúareyjum, Little Saint James og Great Saint James. Sagt hefur verið frá því að Litte Saint James hafi gengið undir nafninu „Barnaníðingaeyjan“. Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Markmiðið með lögsókninni er að því er fram kemur í frétt New York Times að gera eyjurnar upptækar, sem og aðrar eignir dánarbús Epstein á Jómfrúareyjum. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Epstein sagður hafa viljað kynbæta mannkynið með frjóvgunarmiðstöð á búgarði sínum Í frétt blaðsins er greint frá því að Epstein hafi í gegnum árin leitað til vísindamanna og kynnt fyrir þeim hugmyndir sínar. Ekkert bendi þó til þess að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. 1. ágúst 2019 11:26 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. Í lögsókninni má finna ýmsar upplýsingar sem ekki hafa áður litið dagsins ljós en saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rannsakað hafa Epstein vegna ásakana um mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa í ágúst.Rannsóknin íBandaríkjunum hefur aðallega beinst að ásökunum sem ná allt til ársins 2005en í hinni nýju lögsókn er því haldið fram að Epstein hafi stundað mansal og kynferðisbrot á einkaeyjum hans á Jómfrúareyjum til ársins 2018.„Epstein notaði klárlega Jómfrúareyjar og heimilisfesti hans á Bandarísku Jómfrúareyjum á Little Saint James til þess að fela og útvíkka gjörðir hans þar,“ segir í lögsókninni. Ennfemur segir að Epstein og samstarfsmenn hans hafi flutt stúlkur undir lögaldri til Jómfrúareyja, haldið þeim föngnum og misnotað þær kynferðislega.Í frétt New York Times segir að Epstein sé sakaður um að hafa brotið gegn hundruð stúlkna allt niður í tólf ára gamlar. Þá hafi hann notað einhvers konar gagnagrunn til þess að halda úti yfirliti um stúlkurnar. Alls átti Epstein tvær eyjur á Jómfrúareyjum, Little Saint James og Great Saint James. Sagt hefur verið frá því að Litte Saint James hafi gengið undir nafninu „Barnaníðingaeyjan“. Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Markmiðið með lögsókninni er að því er fram kemur í frétt New York Times að gera eyjurnar upptækar, sem og aðrar eignir dánarbús Epstein á Jómfrúareyjum.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Epstein sagður hafa viljað kynbæta mannkynið með frjóvgunarmiðstöð á búgarði sínum Í frétt blaðsins er greint frá því að Epstein hafi í gegnum árin leitað til vísindamanna og kynnt fyrir þeim hugmyndir sínar. Ekkert bendi þó til þess að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. 1. ágúst 2019 11:26 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Epstein sagður hafa viljað kynbæta mannkynið með frjóvgunarmiðstöð á búgarði sínum Í frétt blaðsins er greint frá því að Epstein hafi í gegnum árin leitað til vísindamanna og kynnt fyrir þeim hugmyndir sínar. Ekkert bendi þó til þess að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. 1. ágúst 2019 11:26
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56
Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27