„Fólk er eðlilega í sjokki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 20:32 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09