Mælingamenn Veðurstofunnar byrjaðir að mæla flóðin á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 16:01 Frá höfninni á Flateyri þar sem mikið tjón varð vegna snjóflóðsins úr Skollahvilft í gærkvöldi. önundur hafsteinn pálsson Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32