Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 09:15 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika árið 2018. Vísir Innan við 5% þeirra sóknargjalda sem trúfélagið Zuism fékk frá ríkinu árið 2017 voru endurgreidd til félagsmanna. Samkvæmt ársreikningi sem Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, skrifaði einn undir lánaði trúfélagið jafnframt tengdum aðilum níu milljónir króna það ár. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir vegna óvissu um starfsemi og fjármál trúfélagsins. Rannsókn stendur yfir á fjármálum þess. Ársreikningnum skilaði Ágúst Arnar til embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trúfélögunum, í september vegna athugunar embættisins á því hvort að Zuism uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Embættið hafði þá haldið eftir sóknargjöldum Zuism frá því í febrúar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjaldanna, komu fram verulegar athugasemdir við ársreikninginn. Hann stæðist hvorki samþykktir trúfélagsins sjálfs né reglur um ársreikninga. Sérstaklega þótti athugavert að engar skýringar voru gefnar á liðum í reikningnum, þar á meðal háum lánum til tengdra aðila. Sjá einnig: Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Ágúst Arnar hefur alla tíð neitað að upplýsa um umfang endurgreiðslna sóknargjalda til félagsmanna sem hann hefur sagt að fari fram. Í ársreikningnum fyrir árið 2017 kemur í fyrsta skipti fram að aðeins um 4,7% sóknargjaldanna sem félagið fékk frá ríkinu voru endurgreidd til félagsmanna, um 2,9 milljónir króna af 60,9 milljónum. Félagið skilaði því rekstrarafgangi upp á 46,6 milljónir króna árið 2017. Í efnahagsreikningi kemur jafnframt fram að Zuism hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. Engar frekari skýringar eru að finna á hverjir þeir aðilar eru eða hvers vegna lánin voru veitt. Zuism hafi haft 37,1 milljón króna í haldsbært fé í lok ársins. Ekki náðist í Ágúst Arnar, forstöðumann Zuism, né Gunnar Egil Egilsson, lögmann Zuism, vegna þessarar fréttar. Héraðssaksóknari rannsakar nú fjármál Zuism en embættið hefur ekki viljað upplýsa að hverju hún beinist nákvæmlega. Úr ársreikningi sem Zuism sendi sýslumanni fyrir árið 2017. Engar skýringar eru gefnar á útgjöldum þar.Skjáskot Aðkeypt þjónusta, kostnaður við viðburði og lán til tengdra aðila Mikil óvissa hefur ríkt um starfsemi og fjárreiður Zuism. Félagið segist endurgreiða félögum sóknargjöld en hefur aldrei upplýst um umfang endurgreiðslnanna, það virðist húsnæðislaust og engar staðfestar upplýsingar finnast um starfsemi á vegum þess. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að félagið hafi haldið tugi viðburða og athafna en engar auglýsingar um þá er að finna á vefsíðu eða samfélagsmiðlasíðu félagsins. Þá er óljóst hvað hefur orðið um tugir milljóna króna sem félagið hefur þegið frá ríkinu í formi sóknargjalda. Félagið gaf upp rúmlega fimmtíu milljóna króna eignir í ársskýrslu fyrir árið 2018 eftir að það sagðist hafa verið eignalaust og með tug milljóna króna óútskýrð útgjöld árið áður. Ýmsir annmarkar virðast hafa verið á ársreikningnum sem Ágúst Arnar sendi sýslumanni í september í fyrra að mati héraðsdóms. Ágúst Arnar skrifaði þannig sjálfur undir ársreikninginn þrátt fyrir að samþykktir Zuism geri ráð fyrir að löggiltur endurskoðandi sem er ekki félagsmaður geri upp bókhald og semji ársreikning félagsins. Ársreikingurinn uppfyllti heldur ekki skilyrði laga um ársreikninga um að skýringar þurfi að vera í honum og samanburður liða við fyrra reikningsár. Auk lánsins til tengdra aðila gaf Ágúst Arnar upp 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“, kaup á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Verulegar efasemdir eru þó settar fram í dómnum um að starfsemi fari fram á vegum Zuism. Þegar Vísir fjallaði um Zuism í nóvember árið 2018 staðfestu Kvennaathvarfið og Barnaspítalinn að Zuism hefði styrkt þau um milljón krónur hvort líkt og haldið hafði verið fram í færslum á Facebook-síðu trúfélagsins árið 2017. Skortur á skýringum á liðum í ársreikningnum eru gagnrýndar í dómi héraðsdóms. „[Zuism] gerir því ekki grein fyrir því hvaða góða mál efni það var sem hann veitti háa styrki árið 2017, í hverju aðkeypt þjónusta fyrir umtalsverðar fjárhæðir fólst, svo og hvaða kostnað tengdan viðburðum félagið þurfti að greiða og síðast en ekki síst hvaða tengdi aðili það var sem fékk afar hátt lán frá stefnanda árið 2017. Í ársreikningnum voru ekki skýringar við einn einasta lið,“ segir í dómnum. Ekkert kemur fram um hverjir tengdir aðilar sem þáðu níu milljón króna lán frá Zuism eru í ársreikningi fyrir árið 2017.Skjáskot Neituðu að veita upplýsingar um starfsemi Zuism Forsaga dómsmálsins sem lauk í gær er sú að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, óskaði eftir því við Fjársýslu ríkisins að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar í febrúar í fyrra. Það var gert vegna þess að sýslumaður taldi verulegar efasemdir um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Zuism höfðaði því mál gegn ríkinu til að krefjast greiðslu á tæpum 4,4 milljónum króna. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Zuism og taldi félagið ekki hafa veitt sýslumanni fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál sín til að eyða óvissu sem embættið taldi uppi. Í dómnum er lýst tilraunum sýslumannsembættisins til þess að óska eftir skýringum frá Zuism og Ágústi Arnari, forstöðumanni þess, um starfsemi félagins frá því í febrúar árið 2019. Skýringanna var óskað eftir að Ágúst Arnar sagðist í tilkynningu 4. febrúar ætla að stíga til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn sem hefði verið kjörin í september 2018 ætlaði að finna eftirmann hans. Sú tilkynning var send út sama dag og Vísir birti umfjöllun um fjármál Zuism eins og þau birtust í ársskýrslu sem félagið sendi sýslumanni fyrir árið 2017. Vísir hafði dagana á undan sent Ágústi Arnari og félaginu ítarlega fyrirspurn um, taprekstur, óútskýrð útgjöld og umfang endurgreiðslna. Sýslumaður taldi þá óvissu ríkja um hver væri forstöðumaður Zuism en embættið hafði ekki fengið neinar upplýsingar um nýju stjórnina eða nýjan forstöðumann. Lögmaður Zuism neitaði hins vegar að svara spurningum sýslumanns og þrætti fyrir að hann hefði lagalegan rétt til þess að óska eftir upplýsingum um félagið. Héraðsdómur taldi þó að sýslumaðurinn hefði haft ótvíræðan rétt til þess á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar með trúfélögum. Það var ekki fyrr en í september árið 2019, sjö mánuðum eftir að sýslumaður óskaði eftir upplýsingum, sem Ágúst Arnar svaraði erindi embættisins með ársreikningnum sem héraðsdómur gerði verulegar athugasemdir við. Forstöðumaðurinn skrifaði undir reikninginn sama dag og hann var sendur sýslumanninum. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember.Vísr/Vilhelm Misvísandi upplýsingar um fjármálin Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa gefið misvísandi mynd af rekstri þess og var vísað til þessi í dómi héraðsdóms. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagsins hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómnum kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Fyrir dómi hélt Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því fram að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar sýslumanns um að láta frysta sóknargjöldin. Engu að síður sagði Ágúst Arnar í viðtali við Mbl.is skömmu síðar að félagið ætti yfir fimmtíu milljónir króna í eignir. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi árið 2018 að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Telur ekki heimild í lögum Zuism fyrir endurgreiðslum Zuism hefur verið skráð til lögheimilis að Nethyl í Reykjavík um árabil. Ágúst Arnar og bróðir hans Einar Ágústsson leigðu skrifstofurými þar um tíma en eins og Vísir greindi frá árið 2018 hafði Zuism aldrei neina starfsemi þar. Félagið var fyrst skráð þar til heimilis um mánuði eftir að bræðurnir luku viðskiptum við rekstraraðila húsnæðisins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að engar upplýsingar séu til um að trúfélagið hafi nokkru sinni gert leigusamning um afnot af húsnæði þar eða verið skráð sem eigandi. Þegar sýslumaður óskaði upplýsinga um viðburði á vegum Zuism sagðist Ágúst Arnar hafa leigt aðstöðu vegna stærri athafna en greindi hvorki frá af hverjum aðstaða var leigð né hvar. Í ársreikningnum fyrir árið 2017 koma engar sérstakar leigugreiðslur fyrir húsnæði fram. Ágúst Arnar hélt því fram að flestar samverustundir félagsmanna færu fram á veitingahúsum til að lágmarka kostnað og að það hefði aðgang að stórum sal í Borgartúni þar sem hann fullyrti að samkomur og athafnir hefðu verið haldnar. Sýslumaður gerði athugasemd við að Zuism lofaði endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna þrátt fyrir að engin heimild þess efnis sé að finna í samþykktum félagsins. Ágúst Arnar svaraði ekki spurningum embættisins um hversu háar endurgreiðslurnar hefðu verið, hverjir hefðu fengið þær, hvernig þær færu fram eða á hvaða lagastoð félagið byggði þær. Vísaði hann til álits sem hann hefði fengið frá Persónuvernd um að ekki væri hægt að veita upplýsingarnar. Héraðsdómur taldi að þegar sýslumaður óskaði eftir því að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar hafi embættið hvorki haft fullnægjandi upplýsingar um aðsetur né starfsemi félagsins og þar með ekki hvort félagið uppfyllti skilyrði laga. Þá hefðu skýringar á fjármálum félagsins ekki fengist. Taldi dómurinn að sýslumaður hafi því haft næga lagastoð til þess að stöðva greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði að sinni þar til embættinu bærust fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál Zuism. Eignirnar renna til trúboðs eða skyldrar starfsemi verði Zuism slitið Ekki liggur fyrir hver framtíð Zuism verður eftir dóm héraðsdóms. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu óskaði það enn eftir því að greiðslur sóknargjalda til félagsins yrðu stövaðar hjá Fjársýslu ríkisins á fyrsta gjalddaga sóknargjalda í gær. Ágúst Arnar sagðist í viðtalinu við Mbl.is í síðasta mánuði ætla að leysa félagið upp þegar málinu gegn ríkinu lyki. Hélt hann því fram að eignum félagsins yrði deilt út til þeirra félagsmanna sem teldu sig eiga inni sóknargjöld og afganginum til góðra málefna. Trúfélög verða samkvæmt lögum að hafa ákvæði í samþykktum sínum um hvernig fjármunum skuli ráðstafað ef þeim er slitið. Í lögum og samþykktum fyrir Zuism sem Ágúst Arnar og meðstjórnendur hans samþykktu í apríl árið 2013 er ákvæði um að verði Zuism lagt niður „skulu eigur þess renna til trúboðs eða skyldrar starfsemi og Zuism hafði meðan það starfaði“. Einu þekktu stjórnarmenn Zuism eru Ágúst Arnar og Einar bróðir hans. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljónir króna út úr fjórum einstaklingum árið 2018. Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Innan við 5% þeirra sóknargjalda sem trúfélagið Zuism fékk frá ríkinu árið 2017 voru endurgreidd til félagsmanna. Samkvæmt ársreikningi sem Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, skrifaði einn undir lánaði trúfélagið jafnframt tengdum aðilum níu milljónir króna það ár. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir vegna óvissu um starfsemi og fjármál trúfélagsins. Rannsókn stendur yfir á fjármálum þess. Ársreikningnum skilaði Ágúst Arnar til embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trúfélögunum, í september vegna athugunar embættisins á því hvort að Zuism uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Embættið hafði þá haldið eftir sóknargjöldum Zuism frá því í febrúar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjaldanna, komu fram verulegar athugasemdir við ársreikninginn. Hann stæðist hvorki samþykktir trúfélagsins sjálfs né reglur um ársreikninga. Sérstaklega þótti athugavert að engar skýringar voru gefnar á liðum í reikningnum, þar á meðal háum lánum til tengdra aðila. Sjá einnig: Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Ágúst Arnar hefur alla tíð neitað að upplýsa um umfang endurgreiðslna sóknargjalda til félagsmanna sem hann hefur sagt að fari fram. Í ársreikningnum fyrir árið 2017 kemur í fyrsta skipti fram að aðeins um 4,7% sóknargjaldanna sem félagið fékk frá ríkinu voru endurgreidd til félagsmanna, um 2,9 milljónir króna af 60,9 milljónum. Félagið skilaði því rekstrarafgangi upp á 46,6 milljónir króna árið 2017. Í efnahagsreikningi kemur jafnframt fram að Zuism hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. Engar frekari skýringar eru að finna á hverjir þeir aðilar eru eða hvers vegna lánin voru veitt. Zuism hafi haft 37,1 milljón króna í haldsbært fé í lok ársins. Ekki náðist í Ágúst Arnar, forstöðumann Zuism, né Gunnar Egil Egilsson, lögmann Zuism, vegna þessarar fréttar. Héraðssaksóknari rannsakar nú fjármál Zuism en embættið hefur ekki viljað upplýsa að hverju hún beinist nákvæmlega. Úr ársreikningi sem Zuism sendi sýslumanni fyrir árið 2017. Engar skýringar eru gefnar á útgjöldum þar.Skjáskot Aðkeypt þjónusta, kostnaður við viðburði og lán til tengdra aðila Mikil óvissa hefur ríkt um starfsemi og fjárreiður Zuism. Félagið segist endurgreiða félögum sóknargjöld en hefur aldrei upplýst um umfang endurgreiðslnanna, það virðist húsnæðislaust og engar staðfestar upplýsingar finnast um starfsemi á vegum þess. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að félagið hafi haldið tugi viðburða og athafna en engar auglýsingar um þá er að finna á vefsíðu eða samfélagsmiðlasíðu félagsins. Þá er óljóst hvað hefur orðið um tugir milljóna króna sem félagið hefur þegið frá ríkinu í formi sóknargjalda. Félagið gaf upp rúmlega fimmtíu milljóna króna eignir í ársskýrslu fyrir árið 2018 eftir að það sagðist hafa verið eignalaust og með tug milljóna króna óútskýrð útgjöld árið áður. Ýmsir annmarkar virðast hafa verið á ársreikningnum sem Ágúst Arnar sendi sýslumanni í september í fyrra að mati héraðsdóms. Ágúst Arnar skrifaði þannig sjálfur undir ársreikninginn þrátt fyrir að samþykktir Zuism geri ráð fyrir að löggiltur endurskoðandi sem er ekki félagsmaður geri upp bókhald og semji ársreikning félagsins. Ársreikingurinn uppfyllti heldur ekki skilyrði laga um ársreikninga um að skýringar þurfi að vera í honum og samanburður liða við fyrra reikningsár. Auk lánsins til tengdra aðila gaf Ágúst Arnar upp 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“, kaup á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Verulegar efasemdir eru þó settar fram í dómnum um að starfsemi fari fram á vegum Zuism. Þegar Vísir fjallaði um Zuism í nóvember árið 2018 staðfestu Kvennaathvarfið og Barnaspítalinn að Zuism hefði styrkt þau um milljón krónur hvort líkt og haldið hafði verið fram í færslum á Facebook-síðu trúfélagsins árið 2017. Skortur á skýringum á liðum í ársreikningnum eru gagnrýndar í dómi héraðsdóms. „[Zuism] gerir því ekki grein fyrir því hvaða góða mál efni það var sem hann veitti háa styrki árið 2017, í hverju aðkeypt þjónusta fyrir umtalsverðar fjárhæðir fólst, svo og hvaða kostnað tengdan viðburðum félagið þurfti að greiða og síðast en ekki síst hvaða tengdi aðili það var sem fékk afar hátt lán frá stefnanda árið 2017. Í ársreikningnum voru ekki skýringar við einn einasta lið,“ segir í dómnum. Ekkert kemur fram um hverjir tengdir aðilar sem þáðu níu milljón króna lán frá Zuism eru í ársreikningi fyrir árið 2017.Skjáskot Neituðu að veita upplýsingar um starfsemi Zuism Forsaga dómsmálsins sem lauk í gær er sú að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, óskaði eftir því við Fjársýslu ríkisins að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar í febrúar í fyrra. Það var gert vegna þess að sýslumaður taldi verulegar efasemdir um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Zuism höfðaði því mál gegn ríkinu til að krefjast greiðslu á tæpum 4,4 milljónum króna. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Zuism og taldi félagið ekki hafa veitt sýslumanni fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál sín til að eyða óvissu sem embættið taldi uppi. Í dómnum er lýst tilraunum sýslumannsembættisins til þess að óska eftir skýringum frá Zuism og Ágústi Arnari, forstöðumanni þess, um starfsemi félagins frá því í febrúar árið 2019. Skýringanna var óskað eftir að Ágúst Arnar sagðist í tilkynningu 4. febrúar ætla að stíga til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn sem hefði verið kjörin í september 2018 ætlaði að finna eftirmann hans. Sú tilkynning var send út sama dag og Vísir birti umfjöllun um fjármál Zuism eins og þau birtust í ársskýrslu sem félagið sendi sýslumanni fyrir árið 2017. Vísir hafði dagana á undan sent Ágústi Arnari og félaginu ítarlega fyrirspurn um, taprekstur, óútskýrð útgjöld og umfang endurgreiðslna. Sýslumaður taldi þá óvissu ríkja um hver væri forstöðumaður Zuism en embættið hafði ekki fengið neinar upplýsingar um nýju stjórnina eða nýjan forstöðumann. Lögmaður Zuism neitaði hins vegar að svara spurningum sýslumanns og þrætti fyrir að hann hefði lagalegan rétt til þess að óska eftir upplýsingum um félagið. Héraðsdómur taldi þó að sýslumaðurinn hefði haft ótvíræðan rétt til þess á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar með trúfélögum. Það var ekki fyrr en í september árið 2019, sjö mánuðum eftir að sýslumaður óskaði eftir upplýsingum, sem Ágúst Arnar svaraði erindi embættisins með ársreikningnum sem héraðsdómur gerði verulegar athugasemdir við. Forstöðumaðurinn skrifaði undir reikninginn sama dag og hann var sendur sýslumanninum. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember.Vísr/Vilhelm Misvísandi upplýsingar um fjármálin Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa gefið misvísandi mynd af rekstri þess og var vísað til þessi í dómi héraðsdóms. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagsins hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómnum kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Fyrir dómi hélt Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því fram að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar sýslumanns um að láta frysta sóknargjöldin. Engu að síður sagði Ágúst Arnar í viðtali við Mbl.is skömmu síðar að félagið ætti yfir fimmtíu milljónir króna í eignir. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi árið 2018 að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Telur ekki heimild í lögum Zuism fyrir endurgreiðslum Zuism hefur verið skráð til lögheimilis að Nethyl í Reykjavík um árabil. Ágúst Arnar og bróðir hans Einar Ágústsson leigðu skrifstofurými þar um tíma en eins og Vísir greindi frá árið 2018 hafði Zuism aldrei neina starfsemi þar. Félagið var fyrst skráð þar til heimilis um mánuði eftir að bræðurnir luku viðskiptum við rekstraraðila húsnæðisins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að engar upplýsingar séu til um að trúfélagið hafi nokkru sinni gert leigusamning um afnot af húsnæði þar eða verið skráð sem eigandi. Þegar sýslumaður óskaði upplýsinga um viðburði á vegum Zuism sagðist Ágúst Arnar hafa leigt aðstöðu vegna stærri athafna en greindi hvorki frá af hverjum aðstaða var leigð né hvar. Í ársreikningnum fyrir árið 2017 koma engar sérstakar leigugreiðslur fyrir húsnæði fram. Ágúst Arnar hélt því fram að flestar samverustundir félagsmanna færu fram á veitingahúsum til að lágmarka kostnað og að það hefði aðgang að stórum sal í Borgartúni þar sem hann fullyrti að samkomur og athafnir hefðu verið haldnar. Sýslumaður gerði athugasemd við að Zuism lofaði endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna þrátt fyrir að engin heimild þess efnis sé að finna í samþykktum félagsins. Ágúst Arnar svaraði ekki spurningum embættisins um hversu háar endurgreiðslurnar hefðu verið, hverjir hefðu fengið þær, hvernig þær færu fram eða á hvaða lagastoð félagið byggði þær. Vísaði hann til álits sem hann hefði fengið frá Persónuvernd um að ekki væri hægt að veita upplýsingarnar. Héraðsdómur taldi að þegar sýslumaður óskaði eftir því að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar hafi embættið hvorki haft fullnægjandi upplýsingar um aðsetur né starfsemi félagsins og þar með ekki hvort félagið uppfyllti skilyrði laga. Þá hefðu skýringar á fjármálum félagsins ekki fengist. Taldi dómurinn að sýslumaður hafi því haft næga lagastoð til þess að stöðva greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði að sinni þar til embættinu bærust fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál Zuism. Eignirnar renna til trúboðs eða skyldrar starfsemi verði Zuism slitið Ekki liggur fyrir hver framtíð Zuism verður eftir dóm héraðsdóms. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu óskaði það enn eftir því að greiðslur sóknargjalda til félagsins yrðu stövaðar hjá Fjársýslu ríkisins á fyrsta gjalddaga sóknargjalda í gær. Ágúst Arnar sagðist í viðtalinu við Mbl.is í síðasta mánuði ætla að leysa félagið upp þegar málinu gegn ríkinu lyki. Hélt hann því fram að eignum félagsins yrði deilt út til þeirra félagsmanna sem teldu sig eiga inni sóknargjöld og afganginum til góðra málefna. Trúfélög verða samkvæmt lögum að hafa ákvæði í samþykktum sínum um hvernig fjármunum skuli ráðstafað ef þeim er slitið. Í lögum og samþykktum fyrir Zuism sem Ágúst Arnar og meðstjórnendur hans samþykktu í apríl árið 2013 er ákvæði um að verði Zuism lagt niður „skulu eigur þess renna til trúboðs eða skyldrar starfsemi og Zuism hafði meðan það starfaði“. Einu þekktu stjórnarmenn Zuism eru Ágúst Arnar og Einar bróðir hans. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljónir króna út úr fjórum einstaklingum árið 2018.
Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00
„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45
Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55
Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02
Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00
Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent