Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 11:46 Húsið við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig. Önundur Hafsteinn Pálsson Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59