„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 11:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira