„Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 07:00 Oskar er 27 ára vinstri bakvörður. vísir/getty Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira