Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 09:00 Bílarnir frusu fastir við veginn og voru svo klakabrynjaðir að hvorki sást inn um þá né út um þá. kyndill Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00