Björgunarsveitir hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp Jóns Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 08:30 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan. Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan.
Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira