Segir mikla vinnu eftir áður en miðhálendisþjóðgarður geti orðið að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 21:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15