Serena hefur unnið mót á fjórum mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:45 Serena Williams með bikarinn og dóttur sína Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020 Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira