Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring Andri Eysteinsson skrifar 12. janúar 2020 23:17 Njáll Trausti er einn þeirra fjölmörgu farþega sem sitja fastir við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira