Harður árekstur varð á milli lögreglubíls og jeppa á Kirkjubæjarklaustri í dag. Lögreglumaður var fluttur á Selfoss til aðhlynningar en meiðsl hans eru ekki alvarleg, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni.
Áreksturinn varð á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri og mun ferðamaðurinn sem ók jeppanum hafa ekið á móti umferð með þeim afleiðingum að harður árekstur varð. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.