Körfubolti

Sportpakkinn: Brynjar sagði frammistöðuna hræðilega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Jónsson, leikmaður Hauka.
Kári Jónsson, leikmaður Hauka. Vísir/Daníel Þór

KR-ingar hafa verið í vandræðum í Domino's-deild karla að undanförnu. Í gær tapaði liðið fyrir Haukum á Ásvöllum og Brynjar Þór Björnsson var ómyrkur í máli í viðtali eftir leik.

„Andleysi. Þetta skrifast á það. Þegar það er engin barátta til staðar þá tekur hitt liðið yfir,“ sagði hann.

„Sóknarfráköst, auðveldar körfur, þrettán tapaðir boltar. Þetta var bara í einu orði sagt hræðilegt,“ bætti hann við.

Keflavík hafði betur gegn Grindavík í öruggum sigri, 80-60, og Þór Þorlákshöfn var ekki í vandræðum með Valsmenn. Þá gerðu Stjörnumenn góða ferð og unnu ÍR í Seljaskóla.

Guðjón Guðmundsson fór vel og vandlega yfir alla fjóra leiki gærkvöldsins í fréttunum sem má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Sigrar hjá Haukum og Þór
Klippa: Sportpakkinn: Stjarnan og Keflavík unnu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×