Enski boltinn

Gefur 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maty Ryan og hinir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hafa vonandi nóg að gera um helgina.
Maty Ryan og hinir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hafa vonandi nóg að gera um helgina. Getty/Chris Brunskill

Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans.

Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013.

Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra.

Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti.

Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina.



Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu.

Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur.

Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening.

Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina.  Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×