Langvarandi ótryggt starfsumhverfi Póstsins bitni á heilsu og starfsanda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2020 13:27 Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Vísir/Vilhelm Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12
Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05