Spánverjinn Rafa Nadal er út leik á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir tap á móti Austurríksmanninum Dominic Thiem.
Rafa Nadal er efstur á heimslistanum og úrslitin koma því mikið á óvart. Dominic Thiem var fimmti í stykrleikaröðun inn á mótið.
Dominic Thiem vann leik þeirra 6-7 (3-7), 6-7, (4-7), 6-4 og 6-7 (6-8) eða samanlagt með þremur settum gegn einu. Thiem komst í 2-0 og Nadal var að berjast fyrir lífi sínu eftir það. Leikur þeirra tók fjóra tíma og tíu mínútur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Dominic Thiem kemst svona langt á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur komist í úrslitaleikinn á Opna franska risamótinu.
Dominic Thiem is into the #AusOpen semi-finals!
— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020
He's beaten Rafa Nadal by three sets to one - 7-6 7-6 4-6 7-6
Alexander Zverev stands between him and a place in the final
https://t.co/8eKwvAMSje#bbctennspic.twitter.com/9W0gRQj1bT
Dominic Thiem er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Þjóðverjanum Alexander Zverev sem var sjöundi inn í mótið.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan þeir Roger Federer og Novak Djokovic sem voru í öðru og þriðja sæti í styrkleikaröðun mótsins.
Welcome to the #AusOpen final 4️, @ThiemDomi! #AO2020pic.twitter.com/ijUVvM7PRt
— #AusOpen (@AustralianOpen) January 29, 2020