Enski boltinn

Bergwijn kemur í stað Eriksen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bergwijn lék sinn fyrsta leik fyrir PSV aðeins 17 ára.
Bergwijn lék sinn fyrsta leik fyrir PSV aðeins 17 ára. vísir/getty

Tottenham hefur gengið frá kaupunum á hollenska landsliðsmanninum Steven Bergwijn frá PSV Eindhoven.

Talið er að Tottenham hafi greitt 27 milljónir punda fyrir Bergwijn sem skrifaði undir fimm ára samning við Spurs.



Bergwijn mun leika í treyju númer 23 hjá Tottenham. Christian Eriksen, sem fór til Inter í gær, var með það númer meðan hann lék með Spurs.

Bergwijn, sem getur leikið á báðum köntum og miðjunni, varð þrisvar sinnum hollenskur meistari með PSV. Hann lék alls 149 leiki fyrir liðið og skoraði 31 mark.

Hinn 22 ára Bergwijn hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Holland.

Í gær gekk Tottenham frá kaupum á Giovani Lo Celso sem hefur verið á láni hjá liðinu undanfarna mánuði. Þá hefur Spurs fengið Gedson Fernandes á láni frá Benfica.


Tengdar fréttir

Eriksen orðinn leikmaður Inter

Danski landsliðsmaðurinn er genginn í raðir Inter sem heldur áfram að fá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×