Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:31 Dagur Benediktsson vann hálfmaraþonið og var að sjálfsögðu í Vestratreyju eftir bikarmeistaratitilinn í gærkvöld. vísir/Viktor Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira
Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira