Heldur ekki fullum launum út kjörtímabilið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2020 21:45 Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36