Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 10:59 Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, vill ekki tjá sig um ástæður starfslokanna utan þess að ólík sýn hafi verið á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. Tæpar tvær vikur eru síðan tvö snjóflóð féllu á Flateyri og þriðja flóð olli flóðbylgju á Suðureyri. Bæirnir eru hluti af Ísafjarðarbæ. Guðmundur var áberandi í fréttum af hamförunum þar sem táningsstúlka var hætt komin eftir að snjóflóð féll á hús fjölskyldu hennar á Flateyri. Ísafjarðarbær sendi frá sér tilkynningu á ellefta tímanum þar sem fram kom að ástæðan væri ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. „Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji. Það mun skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur, sem er fæddur á Ísafirði en uppalinn í Bolungarvík, var ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ágúst 2018 af meirihluta bæjarstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, gegnir starfinu þangað til nýr bæjarstjóri finnst. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort ráðið verði faglega í starfið eins og var í tilfelli Guðmundar. Ekki langur aðdragandi Guðmundur segir að bilið hafi verið það mikið í sýninni að erfitt hafi verið að brúa það. Niðurstaðan sé sameiginleg. Þegar svo er sé „fjölskyldunni“ fyrir bestu að fólk fari hvort í sína áttina. Guðmundur ætlar ekki að tjá sig um það á hverju samstarfið hafi strandað og hvort niðurstaðan tengist hamförunum fyrir tveimur vikum. „En þetta hefur ekki átt sér langan aðdraganda,“ segir Guðmundur. Auðvitað sé alltaf aðdragandi í svona málum en niðurstaðan eigi sér ekki langan aðdraganda. Draumurinn að koma heim Guðmundur segir niðurstöðuna nokkuð skyndilega og hann sé ekki farinn að hugsa um næstu skref. „Við fluttum hingað fyrir þetta starf þótt ég hafi nú alltaf verið á leiðinni heim. Við áttum þann draum,“ segir Guðmundur sem starfaði frá 2015 til 2018 sem framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Áður stýrði hann alþjóðasviði 66°N en var þar áður frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV um nokkurra ára skeið. Guðmundur var áberandi í fréttum í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri. „Nú þurfum við að setjast niður fjölskyldan. Konan mín er í vinnu hérna, börnin eru í skóla hérna og við eigum hús hérna. Við þurfum að fara yfir þetta.“ En allt sé þetta nýskeið. Í þessu felist kannski fyrst og fremst tækifæri til að fara meira til fjalla, segir Guðmundur á léttum nótum. Þakklátur fyrir tækifærið Hann vill ekki gera mikið úr tíðindunum. Þótt hann hafi kunnað vel að meta starfið sé þetta bara starf. Guðmundur vísar til atburðanna á Flateyri og Suðureyri til að setja hlutina í samhengi. „Fjölskylda stúlkunnar gisti heima hjá okkur fyrstu nóttina. Ég fór með tveimur yngri systkinum í þyrlunni frá Flateyri að hitta systur sína og varð vitni að því þegar fjölskyldan hittist aftur,“ segir Guðmundur. „Þetta er ekkert stórmál í námunda við það sem maður hefur verið að horfa á síðustu vikur og daga. Þetta hjálpar manni að setja hlutina í stærra samhengi.“ Hann er þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Að neðan má heyra viðtal við Guðmund sem tekið var fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar á tólfa tímanum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. Tæpar tvær vikur eru síðan tvö snjóflóð féllu á Flateyri og þriðja flóð olli flóðbylgju á Suðureyri. Bæirnir eru hluti af Ísafjarðarbæ. Guðmundur var áberandi í fréttum af hamförunum þar sem táningsstúlka var hætt komin eftir að snjóflóð féll á hús fjölskyldu hennar á Flateyri. Ísafjarðarbær sendi frá sér tilkynningu á ellefta tímanum þar sem fram kom að ástæðan væri ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. „Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji. Það mun skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur, sem er fæddur á Ísafirði en uppalinn í Bolungarvík, var ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ágúst 2018 af meirihluta bæjarstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, gegnir starfinu þangað til nýr bæjarstjóri finnst. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort ráðið verði faglega í starfið eins og var í tilfelli Guðmundar. Ekki langur aðdragandi Guðmundur segir að bilið hafi verið það mikið í sýninni að erfitt hafi verið að brúa það. Niðurstaðan sé sameiginleg. Þegar svo er sé „fjölskyldunni“ fyrir bestu að fólk fari hvort í sína áttina. Guðmundur ætlar ekki að tjá sig um það á hverju samstarfið hafi strandað og hvort niðurstaðan tengist hamförunum fyrir tveimur vikum. „En þetta hefur ekki átt sér langan aðdraganda,“ segir Guðmundur. Auðvitað sé alltaf aðdragandi í svona málum en niðurstaðan eigi sér ekki langan aðdraganda. Draumurinn að koma heim Guðmundur segir niðurstöðuna nokkuð skyndilega og hann sé ekki farinn að hugsa um næstu skref. „Við fluttum hingað fyrir þetta starf þótt ég hafi nú alltaf verið á leiðinni heim. Við áttum þann draum,“ segir Guðmundur sem starfaði frá 2015 til 2018 sem framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Áður stýrði hann alþjóðasviði 66°N en var þar áður frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV um nokkurra ára skeið. Guðmundur var áberandi í fréttum í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri. „Nú þurfum við að setjast niður fjölskyldan. Konan mín er í vinnu hérna, börnin eru í skóla hérna og við eigum hús hérna. Við þurfum að fara yfir þetta.“ En allt sé þetta nýskeið. Í þessu felist kannski fyrst og fremst tækifæri til að fara meira til fjalla, segir Guðmundur á léttum nótum. Þakklátur fyrir tækifærið Hann vill ekki gera mikið úr tíðindunum. Þótt hann hafi kunnað vel að meta starfið sé þetta bara starf. Guðmundur vísar til atburðanna á Flateyri og Suðureyri til að setja hlutina í samhengi. „Fjölskylda stúlkunnar gisti heima hjá okkur fyrstu nóttina. Ég fór með tveimur yngri systkinum í þyrlunni frá Flateyri að hitta systur sína og varð vitni að því þegar fjölskyldan hittist aftur,“ segir Guðmundur. „Þetta er ekkert stórmál í námunda við það sem maður hefur verið að horfa á síðustu vikur og daga. Þetta hjálpar manni að setja hlutina í stærra samhengi.“ Hann er þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Að neðan má heyra viðtal við Guðmund sem tekið var fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar á tólfa tímanum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36