Flugvél pólska flugfélagsins LOT Airlines þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna farþega sem var stjórnlaus í vélinni.
Frá þessu er greint á miðlinum The Yeshiva World en mbl greindi frá fyrst íslenskra miðla.
Meðal farþega voru um fimmtíu manns á leið á ráðstefnu Gyðinga sem skemmtu sér með gítar og söng á meðan dvölinni á flugvellinum stóð. Vélin var á leiðin frá Varsjá í Póllandi til New York í Bandaríkjunum en að því er segir í frétt The Yeshiva World hvers vegna ekki var hægt að halda för vélarinnar áfram.
Veikum farþega var komið fyrir á hóteli í nótt.
Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Isavia þess efnis að farþeginn hefði verið veikur en ekki með læti eins og The Yeshiva World hélt fram.