Hugprúðasta hlínin í Hollývúdd, rauða pillan og Stóra-Rauðka Arnar Sverrisson skrifar 27. janúar 2020 08:00 Árið 1999 var frumsýnd kvikmyndin, Matrix, vísindaskáldskapur, sem leikstýrt var af systrunum Lana (Laurence) Waschowski og Lilly (Andrew Paul) Waschowski. Aðalleikari er Keanu Reeves. (Síðar fylgdi önnur og þriðja mynd, þríleikur.) Söguþráðurinn er í örstuttu máli sá, að mannkyn hefur verið njörvað niður í gerviraunveruleika, Sniðmótið (Matrix), sem dregur dám af mannheimum eins og þeir voru fyrir síðustu aldamót. Skúrkarnir eru einhvers konar vélmenni. Mannkynið í Sniðmótinu, er þó ekki alveg dautt úr öllum æðum og ræður hetjuna, tölvuþrjótinn, Neo (Keanu Reeves), sem bjargvætt byltingar gegn kúgun vélmennanna. Neo hafði nefnilega boðið í grun, að ekki væri allt með felldu. Mannkynið hafði, rétt eins og hljómandi bjöllusauðir, látið smala sér inn í Sniðmótið með hulu yfir vitundinni. Eins og gefur að skilja ríður nú á að sjá lífið og veröldina í réttu ljósi og bylta. Nefndur er til sögu, Morpheus, hryðjuverkamaður talinn af kúgurum mannkyns, en lykillinn að velheppnaðri byltingu hinna kúguðu í Sniðmótinu. Aðalhetjan og hryðjuverkamaðurinn eiga stefnumót fyrir tilstilli ofurkonunnar, Trinity. Morpheus býður Neo að velja milli tveggja pilla; rauðrar og blárrar. Blá pillan mun tryggja það, að hann snúi til heimahaganna, og allt verði eins og áður. Rauða pillan er annars eðlis. Hún splundrar veruleika Nero og orsakar ævidvala í rafstýrðri mannvöðu. Í fyllingu tímans er hann endurvakinn og boðið um borð í svifnökkvann, Nebuchadnezzar, þar sem Morpheus segir Neo allar sólarsöguna eða sannleikann um þrælkun mannkyns. Rauða pillan er því í senn hungurvaka og hugvekja í bókstaflegum skilningi. Rauða pillan þvingar til hugvekju um óþægilegan og grimmilegan sannleika um samskipti kynjanna. Sú bláa tryggir aftur á móti, að trúin á karlillskuna verði ekki fyrir hnjaski. Hugtakið hefur öðlast nýja, en að sumu leyti hliðstæða merkingu í umræðu um samskipti kynjanna. Annars vegar er það heiti á vefsamfélagi beygðra karla, sem ausa úr skálum reiði sinnar, oft og tíðum með andstyggilegum hætti, í anda annarra varhugaverðra öfgahópa. Hins vegar er rauða pillan heiti á fræðilegri viðleitni til að stuðla að skynsamlegri umræðu á grundvelli staðreynda, alvöruvísinda og faglegrar reynslu um samskipti kynjanna. Réttindi karla og feðra koma þar í brennidepil. Hreyfingar þeirra einnig. Árið 2017 var svo frumsýnd heimildarmynd verðlaunaleikstjórans, Cassie Jay (f. 1986). Heiti myndarinnar er: „Rauða pillan. Ferðalag kvenfrelsara á vit réttindahreyfingar karla.“ („The Red Pill. A Feminist Journey Into The Men´s Rights Movement.“) Cassie lét þau orð falla, að gerð myndarinnar mætti líkja við „sjálfsmorðsverkefni.“ Ferðalag þessa góða listamanns er áþekkt ferðalagi kynsystur hennar ástralskrar, Hannah Rachel Bell (1947-2015), sem hvarf á vit frumbyggja Ástralíu með hugmyndafræðilegt farteski sitt, þ.e. að karlar hafi kúgað konur frá upphafi vega og í því ljósi beri að skoða samskipti kynjanna. Hanna dvaldi með einum hópi þeirra um dágott skeið. Frumbyggjarnir komu af fjöllum ofan, þegar hún kynnti þeim hugmyndafræði sína eða trúboð. Það kannaðist enginn við margumrædda kúgun karla á konum. Það fór eins með Hönnu og Cassie. Þær snéru heim reynslunni ríkari og lausar úr kvenfrelsunarfjötrunum. Cassie segir svo frá, að þrálát umræða um „nauðgunarmenningu“ hafi vakið hana til umhugsunar um samskipti kynjanna. Því hafi hún tekið þá ákvörðun að gera heimildarmynd um þessi samskipti með áðurnefnda nauðgunarmenningu sem byrjunarreit. Hún gengur grandvarlega til verks í viðtölum við kvenfrelsarana sjálfa og við ýmsa þá, sem gagnrýnt hafa áróður þeirra í Norður-Ameríku, þ..m.t. fjölfræðinginn, Warren Farrell (f. 1943), sem skrifað hefur fjölda vandaðra bóka um samskipti kynjanna og stöðu drengja; sálfræðinginn, Paul Ellam (f. 1957), sem opnaði vefsíðuna; „Rödd í þágu karla,“ fræðilega vefsíðu í þeim fræðaanda, sem frá er greint að ofan (www.avoiceformen.com); félagsráðgjafann, Erin Pizzey, sem stofnaði fyrsta kvennaathvarf samtímans, Chiswich Women‘s Aid árið 1971í Lundúnum. Erin gerði þá uppgötvun, þegar vistaðar höfðu verið eitt hundrað konur, að sextíu og tvær þeirra væru ekki síður ofbeldisfullar, heldur en karlarnir, sem þær flýðu. Sumar þeirra beittu börn sín einnig ofbeldi. Í dag hljómar þetta alltof kunnuglega. Rannsóknir endurspegla reynslu Erinar í grófum dráttum. En fyrir hálfri öld, þótti þetta hin mesta fásinna. Í almenningsspeglinum brá fyrir ímynd hinnar helgu meyjar, hinnar kynlausu og saklausu móður frelsara vors, hvítskúruð af illu innræti og synd. Enda voru viðbrögðin í samræmi við það og drógu dám af viðbrögðum handan Ermasunds. Þar hafði höfundur bókarinnar um kúgaða karlinn („Der dressierte Mann“), Esther Vilar, hlotið bágt fyrir á flesta lund – skiljanlega og einkanlega frá kynsystrum sínum, kvenfrelsurunum. Báðar þurftu þær að flýja heimalönd sín vegna líflátshótana. Í viðtali við kvikmyndarleikstjórann segir Erin farir sínar ekki sléttar. Það var reynt að þagga niður í henni eins og mörgum fleiri, lærðum og leikum. Málflutningur þeirra var skeinuhættur öfgakvenfrelsurum, sem beittu skefjalausum áróðri og ofbeldi til að sannfæra fólk um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar, að einungis karlar tækju þátt í ofbeldi innan veggja heimilisins. Kröfugöngur voru þá og eru enn vinsælt áróðursbragð, kunnuglegt hér á landi einnig. Alþjóð kannast við mótmælaskiltaboðskapinn; Frelsum geirvörturnar; ég á rétt á því að vera drusla; hækkið launin og hættið að nauðga okkur, og svo framvegis. Erin fór ekki varhluta af mótmælagöngum henni til bölvunar. „E.P. leggur blessun sína yfir ofbeldi af hálfu karla,“ mátti lesa á einu skiltanna. Andstreymið var á nær öllum vígstöðvum. Í umræddu viðtali segir hún. Mér voru „gersamlega allar leiðir lokaðar til þátttöku í ráðstefnum [um ofbeldi kynjanna] – mér var bannað að tjá mig.“ Hin hugprúða kona bendir á, að kvenfrelsunarhreyfingin hafi yfirtekið kvennaathvörf víðsvegar. Það kveði þar svo rammt að karlfæðinni, að stálpuðum drengjum sé þar meinaðar aðgangur. Fullvaxna karla er varla að finna meðal starfsmanna. Erin bendir einnig á, að um þetta leyti hafi kvenfrelsunarhreyfingin verið í alvarlegri fjárnauð. En skírskotun til eymdar allra hinna lemstruðu kvenna – jafnvel á þriðja hverju heimili eða svo – varð þeim að svo árangursríku bragði, að hreyfingin varð fljótlega loðin um lófana. Um leið dró úr gagnrýninni á auðvaldssamfélagið, sem hafði verið meginfjandinn áður. Áróðurinn gegn karlfólum í fjölskyldunni varð nú þungamiðja áróðursins. Kvenfrelsararnir gildnuðu nú óðum eins og púkar á fjósbita við afar raunsnarleg fjárframlög frá auðjöfrum. Um þessar mundir er hreyfingin fjármögnuð af skattgreiðendum að verulegu leyti, m.a.s. í landi hinna frjálsu. Tilburðir og velheppnaðar tilraunir til að þakka niður í andmælendum viðhorfa öfgakvenfrelsaranna hafa átt sér stað síðustu áratugina. Ofangreindir fræðimenn, Paul Elam og Warren Farrell hafa ekki farið varhluta af skrílslátum kvenfrelsaranna. Málflutningur rússnesk/norður-ameríska (jafnréttis)kvenfrelsarans Catherine Alicia (Cathy) Young (f. 1963), var árangursríkt tálmaður við háskólann í Ottawa (höfuðborgar Kanada); fyrirlestur hinnar merku, Janice Anne Fiamengo (f. 1964), prófessors við sama háskóla og höfundi „Fiamengo Files“ á „You tube,“ var einnig hleypt upp. Áður en hún var flæmd burt, tókst henni þó að koma eftirfarandi spurningu á framfæri. Eiga háskólar að helga sig „leitinni að sannleikanum eða verndun viðurtekinnar hugmyndafræði?“ Svari nú, hver sem vill. Við háskólann í Toronto (Kanada) kastaði tólfunum árið 2013, þegar kanadísku fræðimennirnir, Paul Nathanson, prófessor við McGill háskólann, og Katharine K. Young, prófessor við sama háskóla, reyndu að halda fyrirlestur með titlinum: „Frá kven- og karlfæð til samtals kynjanna.“ Þegar fyrirlesturinn upphófst gullu horn, trumbur voru barðar, ókvæðisorð hrópuð og brunavarnir ræstar. Ári fyrr hafði Warrell Farell reynt að flytja fyrirlestur um málefni karla. Honum varð að fylgja út í lögregluvernd undir áfrýjunarorðunum; bannsettur óþverri, kvenhatari, sifjaspellsunnandi og nauðgunarsinni. (Sjá t.d. hér og hér). Við ofangreind mótmæli gegn tjáningarfrelsinu hélt Stóra-Rauðka (Big Red) innreið sína. Hún var áberandi stjórnandi mótmælanna á háskólalóðinni, þar sem hún las kennisetningar sínar af blöðum með miklum tilþrifum. Í fúkyrðaflaumi hennar tókst þó að greina boðskapinn. „Ég er að lesa, greppitrýni (fuckface). Það á fyrir konum að liggja að gerast mæður, því þær hafa móðurlíf og búa yfir eðlislægri móðurumhyggju.“ (Þar fór kenning Simone de Beauvoir til fjandans.) Stóra Rauðka er nýstirni á himni kvenfrelsaranna og heitir eiginlega, Chanty Binx, og býr í Toronto. Stóra-Rauðka er dágott dæmi um málflutning dólgakvenfrelsaranna og framkomu. Hana má berja augum hér. Boðskapur kvenfrelsaranna er kominn í enn eina hringekjuna. Fyrrum (í annarri bylgju kvenfrelsunar) voru vígorð franska heimspekingsins, Simone de Beauvoir, „kona er ekki fædd kona, hún er gerð að konu,“ skrifuð á gunnfána kvenfrelsara í rauðum sokkum, vígreifum á leið til vígstöðvana á heimavelli og annars staðar. Þá var eiginmaðurinn orðinn helsta skotmarkið, enda hæg heimatökin. Konan var álitin kúguð afurð feðraveldisins, nauðguð og niðurlægð. En nú er hreyfingin – eða hluti hennar – aftur komin í ömmuhús, í hlýjan rann frumherja kvenfrelsunar, sem töldu móðureðlið heilagt, guðsgjöf konunnar, sem legði á herðar henni skyldur uppeldis ungviðisins til gæfu og góðra siða. Aukin heldur færði þessi guðsgjöf heim sanninn um, hversu framúrskarandi konur væru í samanburði við karla. Yfirtækju þær öll völd í landinu yrðu fyrirheitna landið senn í sjónmáli, eins konar Hálsaskógur, þar sem öll dýrin lifðu í sátt og samlyndi. Spáin rættist í Hálsaskógi, en fremur er Fagriskógur (kven)mannanna gisinn. Auk viðtala birtir Cassie einnig nokkrar opinberar staðtölur, sem að gagni koma við rýni hennar. Hún beinir m.a. sjónum að fullyrðingum kvenfrelsarana um forréttindi og fríðindi karla innan kúgunarsamtaka þeirra, feðraveldisins. Lagt er að nýnemum við fjölda háskóla vestanhafs, að afneita þessum forréttindum og skírast til kvenfrelsunartrúar. En Cassie spyr. Hvernig má það vera, að handhafar þessara forréttinda skuli lifa miklu skemur en fórnarlömb þeirra, konurnar; að þeir hverfi í sífellt meiri mæli úr atvinnulífinu; að þeir hljóti þyngri fangelsisdóma (60% lengri) og að þeir séu margfalt fleiri í röðum þeirra, sem myrtir eru (76%), sem falla fyrir eigin hendi (um 78%) og falla í stríðum (u.þ.b. 99%). Cassie gerir í þessu sambandi grein fyrir opinberum mannfallstölum í stríðum Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) á undanförnum áratugum. Þar féllu nær eingöngu karlmenn; í Kóreustríðinu 99.9%, í Vietnam 99.9%, í Persaflóastríðinu 95.5%, í Afganistan („Operation enduring freedom“) 98% og í Íraksstríðnu („Operation Iraqi freedom“) 98%. Í sömu andrá undrast Cassie, að tölur yfir vinnuslys séu svipaðar eða 93%. Vangveltur um slys leiða hana til upprifjunar á slysinu, þegar flugstjóri nauðlenti flugvél sinni á Hudson ánni fyrir nokkrum árum síðan. Þar var hin gamla björgunarregla í heiðri höfð. Konum og börnum var bjargað fyrst. Einn viðmælenda Cassie, hafði bent henni á þá meginreglu um samskipti kynjanna, að körlum mætti ævinlega fórna, þegar líf kvenna þeirra og barna væri annars vegar. Þeir væru aldir upp til slíkrar fórnfýsi. Cassie lætur ekki skilið við ofbeldið. Í ljósi þess, að kynin beiti hvort annað svipuðu ofbeldi á heimilinu, undrast hún þá staðreynd, að í Bandaríkum Norður-Ameríku (BNA) opni um tvö hundruð athvörf faðminn, þegar konur kveða dyra. Lúbörðum körlum er hins vegar vísað á dyr og oftast gert að þeim góðlátlegt grín, leiti þeir ásjár lögregluyfirvalda. Í öllum BNA er rekið eitt athvarf fyrir karla. Löngum lögðu margir kvenfrelsarar þann skilning í hugtakið, heimilisofbeldi, að það tæki einvörðungu til ofbeldis af hálfu illskeyttra karlkyns lífsförunauta. Þeim er feiknarlega erfitt að horfast í augu við, að konum sé ekki síður höndin laus, en körlum. En forvígismenn þeirra berjast ennþá hnakkakerrtir fyrir hugtakinu, sem er þeim óþrotgjörn tekjulind. T.d. segir Katherine Spillar, framkvæmdastýra Kvenfrelsunarmeirihlutastofnunarinnar („Feminist Majority Foundation“) í Kaliforníu: „Hugtakið, heimilisofbeldi, er yfirvarp (clean up word) fyrir barsmíðar á eiginkonum og ofbeldi á stefnumótum [karla gegn elskunum sínum].“ Þessi uppljómaða kona telur sig „fæddan kvenfrelsara.“ (Þar fór kenning Simone de Beauvoir til fjandans aftur.) Ofangreindar aðstæður og hugtök endurspeglast vel í svokallaðri Duluth-aðferð (model) í Minnesota í BNA. Bæði starfsmönnum löggæslu og félagsþjónustu er kennt, að vald og stjórn karla yfir konum lýsi sér í ógn, tilfinningamisnotkun, einangrun, lítilsvirðingu, harðræði gegn börnunum, forréttindakúgun, fjármunakúgun, þvingunum og hótunum. Í tveim ríkjum BNA er þessi boðskapur grundvöllur, að þeirri endurhæfingu og meðferð, sem ofbeldiskarlar eru dæmdir til. Játist þeir ekki kvenfrelsunarguðspjallinu, er þeim stungið í steininn. Cassie kveður áhorfendur sína með orðunum: „Ég er ekki kvenfrelsari lengur.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Árið 1999 var frumsýnd kvikmyndin, Matrix, vísindaskáldskapur, sem leikstýrt var af systrunum Lana (Laurence) Waschowski og Lilly (Andrew Paul) Waschowski. Aðalleikari er Keanu Reeves. (Síðar fylgdi önnur og þriðja mynd, þríleikur.) Söguþráðurinn er í örstuttu máli sá, að mannkyn hefur verið njörvað niður í gerviraunveruleika, Sniðmótið (Matrix), sem dregur dám af mannheimum eins og þeir voru fyrir síðustu aldamót. Skúrkarnir eru einhvers konar vélmenni. Mannkynið í Sniðmótinu, er þó ekki alveg dautt úr öllum æðum og ræður hetjuna, tölvuþrjótinn, Neo (Keanu Reeves), sem bjargvætt byltingar gegn kúgun vélmennanna. Neo hafði nefnilega boðið í grun, að ekki væri allt með felldu. Mannkynið hafði, rétt eins og hljómandi bjöllusauðir, látið smala sér inn í Sniðmótið með hulu yfir vitundinni. Eins og gefur að skilja ríður nú á að sjá lífið og veröldina í réttu ljósi og bylta. Nefndur er til sögu, Morpheus, hryðjuverkamaður talinn af kúgurum mannkyns, en lykillinn að velheppnaðri byltingu hinna kúguðu í Sniðmótinu. Aðalhetjan og hryðjuverkamaðurinn eiga stefnumót fyrir tilstilli ofurkonunnar, Trinity. Morpheus býður Neo að velja milli tveggja pilla; rauðrar og blárrar. Blá pillan mun tryggja það, að hann snúi til heimahaganna, og allt verði eins og áður. Rauða pillan er annars eðlis. Hún splundrar veruleika Nero og orsakar ævidvala í rafstýrðri mannvöðu. Í fyllingu tímans er hann endurvakinn og boðið um borð í svifnökkvann, Nebuchadnezzar, þar sem Morpheus segir Neo allar sólarsöguna eða sannleikann um þrælkun mannkyns. Rauða pillan er því í senn hungurvaka og hugvekja í bókstaflegum skilningi. Rauða pillan þvingar til hugvekju um óþægilegan og grimmilegan sannleika um samskipti kynjanna. Sú bláa tryggir aftur á móti, að trúin á karlillskuna verði ekki fyrir hnjaski. Hugtakið hefur öðlast nýja, en að sumu leyti hliðstæða merkingu í umræðu um samskipti kynjanna. Annars vegar er það heiti á vefsamfélagi beygðra karla, sem ausa úr skálum reiði sinnar, oft og tíðum með andstyggilegum hætti, í anda annarra varhugaverðra öfgahópa. Hins vegar er rauða pillan heiti á fræðilegri viðleitni til að stuðla að skynsamlegri umræðu á grundvelli staðreynda, alvöruvísinda og faglegrar reynslu um samskipti kynjanna. Réttindi karla og feðra koma þar í brennidepil. Hreyfingar þeirra einnig. Árið 2017 var svo frumsýnd heimildarmynd verðlaunaleikstjórans, Cassie Jay (f. 1986). Heiti myndarinnar er: „Rauða pillan. Ferðalag kvenfrelsara á vit réttindahreyfingar karla.“ („The Red Pill. A Feminist Journey Into The Men´s Rights Movement.“) Cassie lét þau orð falla, að gerð myndarinnar mætti líkja við „sjálfsmorðsverkefni.“ Ferðalag þessa góða listamanns er áþekkt ferðalagi kynsystur hennar ástralskrar, Hannah Rachel Bell (1947-2015), sem hvarf á vit frumbyggja Ástralíu með hugmyndafræðilegt farteski sitt, þ.e. að karlar hafi kúgað konur frá upphafi vega og í því ljósi beri að skoða samskipti kynjanna. Hanna dvaldi með einum hópi þeirra um dágott skeið. Frumbyggjarnir komu af fjöllum ofan, þegar hún kynnti þeim hugmyndafræði sína eða trúboð. Það kannaðist enginn við margumrædda kúgun karla á konum. Það fór eins með Hönnu og Cassie. Þær snéru heim reynslunni ríkari og lausar úr kvenfrelsunarfjötrunum. Cassie segir svo frá, að þrálát umræða um „nauðgunarmenningu“ hafi vakið hana til umhugsunar um samskipti kynjanna. Því hafi hún tekið þá ákvörðun að gera heimildarmynd um þessi samskipti með áðurnefnda nauðgunarmenningu sem byrjunarreit. Hún gengur grandvarlega til verks í viðtölum við kvenfrelsarana sjálfa og við ýmsa þá, sem gagnrýnt hafa áróður þeirra í Norður-Ameríku, þ..m.t. fjölfræðinginn, Warren Farrell (f. 1943), sem skrifað hefur fjölda vandaðra bóka um samskipti kynjanna og stöðu drengja; sálfræðinginn, Paul Ellam (f. 1957), sem opnaði vefsíðuna; „Rödd í þágu karla,“ fræðilega vefsíðu í þeim fræðaanda, sem frá er greint að ofan (www.avoiceformen.com); félagsráðgjafann, Erin Pizzey, sem stofnaði fyrsta kvennaathvarf samtímans, Chiswich Women‘s Aid árið 1971í Lundúnum. Erin gerði þá uppgötvun, þegar vistaðar höfðu verið eitt hundrað konur, að sextíu og tvær þeirra væru ekki síður ofbeldisfullar, heldur en karlarnir, sem þær flýðu. Sumar þeirra beittu börn sín einnig ofbeldi. Í dag hljómar þetta alltof kunnuglega. Rannsóknir endurspegla reynslu Erinar í grófum dráttum. En fyrir hálfri öld, þótti þetta hin mesta fásinna. Í almenningsspeglinum brá fyrir ímynd hinnar helgu meyjar, hinnar kynlausu og saklausu móður frelsara vors, hvítskúruð af illu innræti og synd. Enda voru viðbrögðin í samræmi við það og drógu dám af viðbrögðum handan Ermasunds. Þar hafði höfundur bókarinnar um kúgaða karlinn („Der dressierte Mann“), Esther Vilar, hlotið bágt fyrir á flesta lund – skiljanlega og einkanlega frá kynsystrum sínum, kvenfrelsurunum. Báðar þurftu þær að flýja heimalönd sín vegna líflátshótana. Í viðtali við kvikmyndarleikstjórann segir Erin farir sínar ekki sléttar. Það var reynt að þagga niður í henni eins og mörgum fleiri, lærðum og leikum. Málflutningur þeirra var skeinuhættur öfgakvenfrelsurum, sem beittu skefjalausum áróðri og ofbeldi til að sannfæra fólk um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar, að einungis karlar tækju þátt í ofbeldi innan veggja heimilisins. Kröfugöngur voru þá og eru enn vinsælt áróðursbragð, kunnuglegt hér á landi einnig. Alþjóð kannast við mótmælaskiltaboðskapinn; Frelsum geirvörturnar; ég á rétt á því að vera drusla; hækkið launin og hættið að nauðga okkur, og svo framvegis. Erin fór ekki varhluta af mótmælagöngum henni til bölvunar. „E.P. leggur blessun sína yfir ofbeldi af hálfu karla,“ mátti lesa á einu skiltanna. Andstreymið var á nær öllum vígstöðvum. Í umræddu viðtali segir hún. Mér voru „gersamlega allar leiðir lokaðar til þátttöku í ráðstefnum [um ofbeldi kynjanna] – mér var bannað að tjá mig.“ Hin hugprúða kona bendir á, að kvenfrelsunarhreyfingin hafi yfirtekið kvennaathvörf víðsvegar. Það kveði þar svo rammt að karlfæðinni, að stálpuðum drengjum sé þar meinaðar aðgangur. Fullvaxna karla er varla að finna meðal starfsmanna. Erin bendir einnig á, að um þetta leyti hafi kvenfrelsunarhreyfingin verið í alvarlegri fjárnauð. En skírskotun til eymdar allra hinna lemstruðu kvenna – jafnvel á þriðja hverju heimili eða svo – varð þeim að svo árangursríku bragði, að hreyfingin varð fljótlega loðin um lófana. Um leið dró úr gagnrýninni á auðvaldssamfélagið, sem hafði verið meginfjandinn áður. Áróðurinn gegn karlfólum í fjölskyldunni varð nú þungamiðja áróðursins. Kvenfrelsararnir gildnuðu nú óðum eins og púkar á fjósbita við afar raunsnarleg fjárframlög frá auðjöfrum. Um þessar mundir er hreyfingin fjármögnuð af skattgreiðendum að verulegu leyti, m.a.s. í landi hinna frjálsu. Tilburðir og velheppnaðar tilraunir til að þakka niður í andmælendum viðhorfa öfgakvenfrelsaranna hafa átt sér stað síðustu áratugina. Ofangreindir fræðimenn, Paul Elam og Warren Farrell hafa ekki farið varhluta af skrílslátum kvenfrelsaranna. Málflutningur rússnesk/norður-ameríska (jafnréttis)kvenfrelsarans Catherine Alicia (Cathy) Young (f. 1963), var árangursríkt tálmaður við háskólann í Ottawa (höfuðborgar Kanada); fyrirlestur hinnar merku, Janice Anne Fiamengo (f. 1964), prófessors við sama háskóla og höfundi „Fiamengo Files“ á „You tube,“ var einnig hleypt upp. Áður en hún var flæmd burt, tókst henni þó að koma eftirfarandi spurningu á framfæri. Eiga háskólar að helga sig „leitinni að sannleikanum eða verndun viðurtekinnar hugmyndafræði?“ Svari nú, hver sem vill. Við háskólann í Toronto (Kanada) kastaði tólfunum árið 2013, þegar kanadísku fræðimennirnir, Paul Nathanson, prófessor við McGill háskólann, og Katharine K. Young, prófessor við sama háskóla, reyndu að halda fyrirlestur með titlinum: „Frá kven- og karlfæð til samtals kynjanna.“ Þegar fyrirlesturinn upphófst gullu horn, trumbur voru barðar, ókvæðisorð hrópuð og brunavarnir ræstar. Ári fyrr hafði Warrell Farell reynt að flytja fyrirlestur um málefni karla. Honum varð að fylgja út í lögregluvernd undir áfrýjunarorðunum; bannsettur óþverri, kvenhatari, sifjaspellsunnandi og nauðgunarsinni. (Sjá t.d. hér og hér). Við ofangreind mótmæli gegn tjáningarfrelsinu hélt Stóra-Rauðka (Big Red) innreið sína. Hún var áberandi stjórnandi mótmælanna á háskólalóðinni, þar sem hún las kennisetningar sínar af blöðum með miklum tilþrifum. Í fúkyrðaflaumi hennar tókst þó að greina boðskapinn. „Ég er að lesa, greppitrýni (fuckface). Það á fyrir konum að liggja að gerast mæður, því þær hafa móðurlíf og búa yfir eðlislægri móðurumhyggju.“ (Þar fór kenning Simone de Beauvoir til fjandans.) Stóra Rauðka er nýstirni á himni kvenfrelsaranna og heitir eiginlega, Chanty Binx, og býr í Toronto. Stóra-Rauðka er dágott dæmi um málflutning dólgakvenfrelsaranna og framkomu. Hana má berja augum hér. Boðskapur kvenfrelsaranna er kominn í enn eina hringekjuna. Fyrrum (í annarri bylgju kvenfrelsunar) voru vígorð franska heimspekingsins, Simone de Beauvoir, „kona er ekki fædd kona, hún er gerð að konu,“ skrifuð á gunnfána kvenfrelsara í rauðum sokkum, vígreifum á leið til vígstöðvana á heimavelli og annars staðar. Þá var eiginmaðurinn orðinn helsta skotmarkið, enda hæg heimatökin. Konan var álitin kúguð afurð feðraveldisins, nauðguð og niðurlægð. En nú er hreyfingin – eða hluti hennar – aftur komin í ömmuhús, í hlýjan rann frumherja kvenfrelsunar, sem töldu móðureðlið heilagt, guðsgjöf konunnar, sem legði á herðar henni skyldur uppeldis ungviðisins til gæfu og góðra siða. Aukin heldur færði þessi guðsgjöf heim sanninn um, hversu framúrskarandi konur væru í samanburði við karla. Yfirtækju þær öll völd í landinu yrðu fyrirheitna landið senn í sjónmáli, eins konar Hálsaskógur, þar sem öll dýrin lifðu í sátt og samlyndi. Spáin rættist í Hálsaskógi, en fremur er Fagriskógur (kven)mannanna gisinn. Auk viðtala birtir Cassie einnig nokkrar opinberar staðtölur, sem að gagni koma við rýni hennar. Hún beinir m.a. sjónum að fullyrðingum kvenfrelsarana um forréttindi og fríðindi karla innan kúgunarsamtaka þeirra, feðraveldisins. Lagt er að nýnemum við fjölda háskóla vestanhafs, að afneita þessum forréttindum og skírast til kvenfrelsunartrúar. En Cassie spyr. Hvernig má það vera, að handhafar þessara forréttinda skuli lifa miklu skemur en fórnarlömb þeirra, konurnar; að þeir hverfi í sífellt meiri mæli úr atvinnulífinu; að þeir hljóti þyngri fangelsisdóma (60% lengri) og að þeir séu margfalt fleiri í röðum þeirra, sem myrtir eru (76%), sem falla fyrir eigin hendi (um 78%) og falla í stríðum (u.þ.b. 99%). Cassie gerir í þessu sambandi grein fyrir opinberum mannfallstölum í stríðum Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) á undanförnum áratugum. Þar féllu nær eingöngu karlmenn; í Kóreustríðinu 99.9%, í Vietnam 99.9%, í Persaflóastríðinu 95.5%, í Afganistan („Operation enduring freedom“) 98% og í Íraksstríðnu („Operation Iraqi freedom“) 98%. Í sömu andrá undrast Cassie, að tölur yfir vinnuslys séu svipaðar eða 93%. Vangveltur um slys leiða hana til upprifjunar á slysinu, þegar flugstjóri nauðlenti flugvél sinni á Hudson ánni fyrir nokkrum árum síðan. Þar var hin gamla björgunarregla í heiðri höfð. Konum og börnum var bjargað fyrst. Einn viðmælenda Cassie, hafði bent henni á þá meginreglu um samskipti kynjanna, að körlum mætti ævinlega fórna, þegar líf kvenna þeirra og barna væri annars vegar. Þeir væru aldir upp til slíkrar fórnfýsi. Cassie lætur ekki skilið við ofbeldið. Í ljósi þess, að kynin beiti hvort annað svipuðu ofbeldi á heimilinu, undrast hún þá staðreynd, að í Bandaríkum Norður-Ameríku (BNA) opni um tvö hundruð athvörf faðminn, þegar konur kveða dyra. Lúbörðum körlum er hins vegar vísað á dyr og oftast gert að þeim góðlátlegt grín, leiti þeir ásjár lögregluyfirvalda. Í öllum BNA er rekið eitt athvarf fyrir karla. Löngum lögðu margir kvenfrelsarar þann skilning í hugtakið, heimilisofbeldi, að það tæki einvörðungu til ofbeldis af hálfu illskeyttra karlkyns lífsförunauta. Þeim er feiknarlega erfitt að horfast í augu við, að konum sé ekki síður höndin laus, en körlum. En forvígismenn þeirra berjast ennþá hnakkakerrtir fyrir hugtakinu, sem er þeim óþrotgjörn tekjulind. T.d. segir Katherine Spillar, framkvæmdastýra Kvenfrelsunarmeirihlutastofnunarinnar („Feminist Majority Foundation“) í Kaliforníu: „Hugtakið, heimilisofbeldi, er yfirvarp (clean up word) fyrir barsmíðar á eiginkonum og ofbeldi á stefnumótum [karla gegn elskunum sínum].“ Þessi uppljómaða kona telur sig „fæddan kvenfrelsara.“ (Þar fór kenning Simone de Beauvoir til fjandans aftur.) Ofangreindar aðstæður og hugtök endurspeglast vel í svokallaðri Duluth-aðferð (model) í Minnesota í BNA. Bæði starfsmönnum löggæslu og félagsþjónustu er kennt, að vald og stjórn karla yfir konum lýsi sér í ógn, tilfinningamisnotkun, einangrun, lítilsvirðingu, harðræði gegn börnunum, forréttindakúgun, fjármunakúgun, þvingunum og hótunum. Í tveim ríkjum BNA er þessi boðskapur grundvöllur, að þeirri endurhæfingu og meðferð, sem ofbeldiskarlar eru dæmdir til. Játist þeir ekki kvenfrelsunarguðspjallinu, er þeim stungið í steininn. Cassie kveður áhorfendur sína með orðunum: „Ég er ekki kvenfrelsari lengur.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar