Framkvæmdin var byggð á sandi Hópur bæjarfulltrúa Viðreisnar skrifar 24. janúar 2020 16:45 Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Viðreisn Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar