Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2020 14:45 Jesus skoraði tvívegis gegn Fulham. vísir/getty Bikarmeistarar Manchester City eru komnir í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á B-deildarliði Fulham á Etihad í dag. Strax á 6. mínútu slapp Gabriel Jesus í gegnum vörn Fulham. Tim Ream, fyrirliði gestanna, togaði hann niður, Kevin Friend dæmdi vítaspyrnu og rak Ream af velli. Ilkay Gündogan skoraði úr vítinu. Á 19. mínútu skoraði Bernando Silva annað mark City og eftirleikurinn var auðveldur. Jesus bætti tveimur skallamörkum við í seinni hálfleik og lokatölur 4-0, City í vil. City verður því í pottinum þegar dregið verður í 5. umferðina annað kvöld. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Enski boltinn
Bikarmeistarar Manchester City eru komnir í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á B-deildarliði Fulham á Etihad í dag. Strax á 6. mínútu slapp Gabriel Jesus í gegnum vörn Fulham. Tim Ream, fyrirliði gestanna, togaði hann niður, Kevin Friend dæmdi vítaspyrnu og rak Ream af velli. Ilkay Gündogan skoraði úr vítinu. Á 19. mínútu skoraði Bernando Silva annað mark City og eftirleikurinn var auðveldur. Jesus bætti tveimur skallamörkum við í seinni hálfleik og lokatölur 4-0, City í vil. City verður því í pottinum þegar dregið verður í 5. umferðina annað kvöld. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.