Á Jordan Henderson möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar hér fjórtánda deildarsigri Liverpool liðsins í röð í gærkvöldi. Getty/Visionhaus Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020 Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira