Makamál

Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni

Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa

54 prósent lesenda segist nota verjur við skyndikynni og 46 prósent gerir það ekki, samkvæmt niðurstöðum úr síðustu könnun Makamála. Alls tóku þátt 2500 lesendur þátt að þessu sinni. Við búum í upplýstu samfélagi þar sem allir ættu að vita um áhættu kynsjúkdóma við skyndikynni. En við vildum vita hvort fólk væri yfirleitt með varann þegar að hitna tekur í kolunum? Niðurstöður könnunarinnar sýna að í kringum helmingur ákveður að taka sénsinn. 

Ása Ninna ræddi niðurstöðurnar í Brennslunni í dag og má hlusta á innslagið í spilaranum hér að neðan. Niðurstöðurnar komu henni aðeins á óvart. 

Klippa: Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni

Niðurstöður*

Notar þú verjur við skyndikynni? 

Já 54 %

Nei 46 %



*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×