Hjólin á strætó snúast ekki á innantómum loforðum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 24. janúar 2020 07:30 Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Strætó Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun