Liverpool fjórða liðið til að leika 40 leiki án þess að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:15 Klopp má vera ánægður með árangur Liverpool undanfarið. Vísir/Getty Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi. Af þessum 40 leikjum þá hefur Liverpool unnið 35 og gert aðeins fimm jafntefli. Þá var þetta 14. sigurleikur liðsins í röð en 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford gegn Manchester United er eini deildarleikurinn sem þeim hefur mistekist að sækja sigur í til þessa á leiktíðinni. Metið yfir flesta leiki án þess að bíða ósigur í efstu deild á Englandi er sem stendur 49 leikir en hið Ósigrandi lið Arsenal setti það met á árunum 2003 og 2004. Þeirra met féll á Old Trafford er liðið beið 2-0 ósigur gegn Manchester United. Chelsea undir stjórn José Mourinho tók við keflinu en liðið, með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs, lék 40 leiki án ósigurs á árunum 2004-2005. Þar áður þarf að fara aftur til áranna 1977 og 1978 en þá lék Nottingham Forest, undir stjórn Brian Clough, 42 leiki án þess að bíða ósigurs. Hvort Liverpool takist að slá met Arsenal verður að koma í ljós en sem stendur er ekkert sem virðist geta stöðvað Jürgen Klopp og lærisveina hans. Full time: Wolves 1-2 Liverpool 16 points clear, 15 games to play. 40 league games unbeaten (joint 2nd best in PL history) pic.twitter.com/rkyrX2pAuP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 23, 2020 Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30 Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi. Af þessum 40 leikjum þá hefur Liverpool unnið 35 og gert aðeins fimm jafntefli. Þá var þetta 14. sigurleikur liðsins í röð en 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford gegn Manchester United er eini deildarleikurinn sem þeim hefur mistekist að sækja sigur í til þessa á leiktíðinni. Metið yfir flesta leiki án þess að bíða ósigur í efstu deild á Englandi er sem stendur 49 leikir en hið Ósigrandi lið Arsenal setti það met á árunum 2003 og 2004. Þeirra met féll á Old Trafford er liðið beið 2-0 ósigur gegn Manchester United. Chelsea undir stjórn José Mourinho tók við keflinu en liðið, með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs, lék 40 leiki án ósigurs á árunum 2004-2005. Þar áður þarf að fara aftur til áranna 1977 og 1978 en þá lék Nottingham Forest, undir stjórn Brian Clough, 42 leiki án þess að bíða ósigurs. Hvort Liverpool takist að slá met Arsenal verður að koma í ljós en sem stendur er ekkert sem virðist geta stöðvað Jürgen Klopp og lærisveina hans. Full time: Wolves 1-2 Liverpool 16 points clear, 15 games to play. 40 league games unbeaten (joint 2nd best in PL history) pic.twitter.com/rkyrX2pAuP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 23, 2020
Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30 Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00
Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30
Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15